Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 50
384 KIRKJURITIÐ bæinn. Þær eru að kalla, minna okkur á, að tíminn líður. Minna okkur á að halda vöku okkar. Látum hljóm þeirra ekki sem vind um eyru þjóta. Hlýðum kallinu sem oftast. Látum þær syngja inn í hug okkar og hjarta: Hingað að snúa, hér inni að búa hagsæld er mest. Verið öll hjartanlega velkomin. Jón Kristinsson. Innlendar fréÉtir. Séra Jón Guónason frá Prests- bakka, fyrrv. skjalavörður, varð 70 ára 12. júlí s. 1. Auk langrar prestsþjónustu sinnti hann mikl- um kennslustörfum um áratugi, og hefir um langt skeið verið þjóðkunnur fræðimaður og rit- höfundur. Séra GuÖbrandur Björnsson, fyrrv. prófastur frá Hofsósi, varð 75 ára 15. júlí s. 1. Hann var mikilsvirtur kennimaður og stóð lengi framarlega í félagsskap norðlenzkra presta. Séra Jóhann Hannesson á Þingvöllum hefir verið skipaður pró- fessor í guðfræði við Háskóla Islands, í stað séra Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups. Séra Rögnvaldur Finnbogason hefir verið skipaður prestur í Mos- fellsprestakalli í Grímsnesi. Leiðréttingar. 1 siðasta hefti, bls. 316, þar sem taldir eru stjórnar- nefndarmenn almennra kirkjufunda, er Ólafur Ólafsson talinn í stað séra Þorgríms Sigurðssonar. Ólafur B. Björnsson var varamaður. 1 6. hefti, bls. 277 neðst, stendur hreinskilni, á að vera hreinleika.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.