Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 36
Tillögur samþykktar á Synodus 1959. I. Prestastefnan hvetur presta til að efna til kirkjuvikuhalds, og leggur til, að gefnar verði út að tilhlutun biskups leið- beiningar um undirbúning og uppbyggingu slíkrar starf- semi. II. Prestastefnan fagnar þeirri þróun, sem orðið hefir í skóla- málum á síðustu árum, að meiri samvinna hefir tekizt a milli kennara og skólanefnda annars vegar og presta hins vegar, og prestar annast meir kristindómskennslu í skól- um en áður var, og væntir þess, að áframhald verði a þeirri þróun. III. Prestastefnan telur nauðsynlegt, að guðfræðinemar eigi 1 háskólanum kost á nokkrum undirbúningi undir störf að félagsmálum og líknarmálum. IV. Prestastefnan telur brýna þörf þess, að fjárframlög til Kirkjubyggingarsjóðs verði a. m. k. ein milljón króna a ári, og skorar á Alþingi að verða við þeirri ósk. V. Prestastefnan skorar á Alþingi að afgreiða sem fyrst frum- varp það um kirkjugarða, er fyrir því hefir legið tvö und- anfarin þing. VI. Prestastefnan skorar á ríkisstjórn og Alþingi að hækka f járveitingu til byggingar prestsseturshúsa, miðað við það> að fjögur verði reist á ári, svo sem upphaflega var til ætlazt. Fjárveiting til viðgerða á prestsseturshúsum hækki einnig að miklum mun, svo og til byggingar útihúsa. VII. Prestastefnan telur æskilegt, að kristilegur skóli og sum- arbúðir verði reistar í Skálholti, og felur æskulýðsnefnd að vinna áfram að framgangi málsins í samráði við biskup íslands.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.