Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ 355 ursta. En til þess verður fyrst að víkja að skilyrðum þess, að þeir geti þroskazt. Framfarir þær, sem orðið hafa á sviðum tækninnar, sérstak- lega í hinum vestræna heimi, síðustu aldirnar og þó einkum nú um nokkra áratugi, valda því, að oss íslendingum a. m. k. finrist leikur að lifa í samanburði við það strit, sem áður var. Fleira kemur líka til þess, að vér grípum nú gull upp úr grjótinu, og heita má, að sumum fljúgi steiktar gæsir í munn. Þetta hefir bundið hug vorn enn meir en áður við hinn þétta leir og líkamlegar lystisemdir. Og það hefir gert oss nokkuð glámskyggn, gleymin á það lögmál lífsins, sem hið forna orð- tak orðaði svo: í sveita þíns andlitis skaltu þíns brauðs neyta. Þetta er þó enn í dag þrátt fyrir allt og allt táknrænt um til- einkunn allra verulegra og varanlegra verðmæta. Svo segir í þjóðsögum, að menn urðu að rísa úr öskustónni og láta af að bakast við annarra eld, leggja í þess stað á sig erfiði og skirrast ekki við miklar áhættur, ætluðu þeir að vinna sér til mikils frama. Og í ævintýrunum var Helga karlsdóttir, sem gekk í öll verstu verkin í kotinu og sparaöi sig hvergi, sú systirin, sem átti það manngildi, að hún reyndist hæf til þess að setjast á drottningarstólinn. Ása og Signý, sem vart hugs- uðu um annað en puntið og fínheitin, drápu ekki hendi í kalt vatn og litu niður á systur sína, voru vegnar og léttvægar fundnar. Sönn lærdómsbraut hefir og jafnan verið seinfarin og grýtt. Hinar tæknilegu framfarir, sem eg nefndi áðan, að léttu oss nú róðurinn, hafa heldur ekki kviknað af sjálfu sér né vaxið umhirðulaust. Mikið af þeim má segja að hafi kostað mann- kynið mannfórnir tveggja heimsstyrjalda. Því að margar greinar þeirra hafa komið upp vegna þess, að hinir stríðandi aðilar hafa leitað allra ráða til tortímingar andstæðingum sínum, en síðar hefir þessum vopnum verið beitt almenningi til góðs. Enginn getur þær tölur talið, sem til þessa hefir verið varið, né gert sér nokkra grein fyrir öllum þeim þrautum og öllu því erfiði, sem °tal menn hafa á sig lagt viljandi eða nauðugir til að leysa öll Þau tæknilegu vandamál, sem liggja til grundvallar smíði þeirra yela, sem mala oss nú gull, flytja oss um loftin, bera oss boð Ur öllum heimi og þar fram eftir götunum. Vér leiðum ekki frekar hugann að þessu, er vér njótum framfaranna, en vér

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.