Kirkjuritið - 01.04.1963, Page 33

Kirkjuritið - 01.04.1963, Page 33
KIRKJURITIF) 175 Draumvísa (Sögn frú Kristjönu Gunnarsdóttur Hafstein) Séra Þorlákur, sem ort hefur Þorlákskver, sem við liann er kennt, átti eitt sinn leið yfir Hörgá, sem var í talsverðum vexti. En þegar liann var kominn út á miðja ána, þá linígur hann af Eesti sínum og fellur ofan í ána og næst ekki fyrr en and- vana úr ánni. Sömu nóttina, eða næstu á eftir, dreymir systur l'ans, sem búsett er í Fornhaga, þar mjög nálægt, að bróðir liennar kemur til liennar og segir við hana vísu þessa: Dauðinn gekk djarft að mér, dauðanum enginn ver. Dauðinn er súr og sætur, samt er liann mjög ágætur, þeim, sem í Drottni deyja og dýrðinni eftir þreyja. nýja Höskuldsstaðakirkja

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.