Kirkjuritið - 01.04.1964, Blaðsíða 6
KIRKJUIiITIÐ
148
nesja kælan, sem um hann ljek, var þó nöpur sem áður. Astir þeirra
Guðríðar kólna, og mun hún þó hafa verið gerfileg, og góð bú-
kona. En stygglynt er talið, að sumt hernumið fólk hafi reynzt eft-
ir heimkomuna. Ekki er vitað, að Hallgrímur hafi ort til hennar
vísu eða kvæði. Og almannarómur hefir varðveitt Tyrkja-Guddu
uppnefnið fram á vora daga. Ljóminn yfir höfði skáldsins, hefir
vísast kastað of djúpum skugga á minning hennar.
Á Hvalsnesi missa þau hjón Steinunni litlu á fjórða ári, gáfaða
stúlku og yndi föður síns. I erfiljóðum segir síra Hallgrímur:
Unun var augum mínum,
Avalt að líta á þig,
Með ungdóms ástum þínum,
Ætíð þú gladdir mig.
Rjett yndis elskuleg.
Auðsveip, af hjarta hlýðug,
I harðri sótt vel lýðug,
Sem jafnan sýndi sig.
Nœm, skynsöm, Ijúf í lyndi,
Lífs meðan varstu hjer,
Eftirlœti og yndi,
Ætíð hafði jeg af þjer,
I minni muntu mjer,
Því mun jeg þig með tárum,
Þreyja af huga sárum,
Heim til þess hjeðan fer.
Hvílist nú holdið unga
Af harmi’ og sorgum mastt,
Svift öllum sóttarþunga,
Svo er þjer nú óhcett.
Dóttir mín! böl er bœtt.
Frjáls við synd, fár og dauða
Fyrir Jesú blóðið rauða,
Sefur í Drottni sœtt.