Kirkjuritið - 01.04.1964, Blaðsíða 38
KIRKJURITIÐ
180
minnugir. Eins liins fornkveðna að engin borg sé óvinnandi, ef
asni klyfjaður af gulli kemst þar inn um borgarliliðin.
Varnir
Ég vil tala jákvætt um þetta mál.
Ef til vill segja einhverjir að íslendingar verði alltaf til í
landinn á meðan það er byggt, þótt nýr kynstofn kæmi jafnvel
til sögunnar. Og að mál þeirra mætti með réttu kalla íslenzku,
livernig sem það liljómar. En bér ræðir um mál Ara fróða,
Snorra Sturlusonar, Hallgríms Péturssonar og Davíðs frá Fagra-
skógi. Það viljum vér varðveita. Fyrir þær sakir verður að
standa betur á verði og taka upp nýjar sóknaraðgerðir gegn
beinum og óbeinum áhrifum ulan að, sem tungunni stafar hætta
af. Fyrst og fremst ætti að mínum dómi að auka móðurmáls-
kennsluna í öllum skólum landsins. Ekki málfræðikennsluna,
en lestur íslenzkra bókmennta.
1 öðru lagi væri skylt að stórauka kennslu í Islandssögu,
einkum í gagnfræða- og menntaskólum. Ég hygg, að vér sýnuiu
meira tómlæti um slíka kennslu en flestar aðrar menningar-
þjóðir.
1 þriðja lagi þyrfti að fræða íslenzkt skólafólk betur um ís-
lenzk þjóðfélagsmál og atvinnubætti en gert er.
í fjórða lagi að meta og vega vandlegar það, sem innflutt er,
livort lieldur er í máli eða myndum. — Margt fleira er nauð-
synlegt.
En framast öllu að glæða þá tilfinningu, sem brann í brjóst-
um manna á tveim fyrstu tugum þessarar aldar og lýst var með
þessum orðurn: lslendingar viljum vér allir vera. Hún lýs11
ekki blindum þjóðrembingi, einangrunarsýki né óvild í garð
annarra þjóða. En í henni fólst skilningur og þrá Finnanna,
sem vita að þeir eru smáþjóð milli tveggja elda. Það sýnist vera
undur að þeir liafa ekki þegar týnt landinu, tungunni og trúnni-
En þeir virðast vera einbuga um, að þeir skuli standa svo a
verðinum, að það kraftaverk gerist að þeir lialdi því öllu.
Og þess vegna standa vonir til að Jieim verði að trú sinni.
Páskahugleifiing
Hér fer á eftir niðurlag ritstjórnargreinar í dagblaðinu „Vísi
núna um hátíðarnar. — Sönn ori\ og í tíina töluð.