Kirkjuritið - 01.04.1964, Blaðsíða 13
KIHKJ UIUTIí)
155
Áður í heimsins rann.
Oft var þá brelldar hann.
Fyrir blóð lambsins blíða,
Bííinn er nú að stríða,
Og sœlan sigur vann.
Þessi síðustu vísuorð eru höggvin á minnisvarða síra Hallgríms
V1ð Dómkirkjuna.
»Þá muntu sál mína svara'' og síra Hallgrímur tekur til máls á
himnum svo skörulega, að það er eins og básúnur englanna leiki
undir:
Son Guðs ertu með sanni,
Sonur Guðs, Jesú minn.
Son Guðs syndugum manni
Sonararf skenktir þinn.
Son Guðs, einn eingetinn.
Syni Guðs syngi glaður
Sjerhver lifaitdi maður
Heiður í hvert eitt sinn.
kílatusi er hótað með reiði keisarans, og síra Hallgrímur ávarp-
ar samtíð sína og framtíð:
Vei þeim dómara, er veit og sjer,
Víst hvað um málið rjettast er,
Vinnur það þó fyrir vinskap manns,
Að víkja af götu sannleikans.
Svo létt og þungt er í senn kveðið, og svo látlaust, eins og víða
1 Passíusálmunum, að kenningin verður jafn óumdeilanleg og
ffamsetningin er óviðjafnanleg.
Huga sný jeg og máli mín,
Minn góði Jesú, enn til þin,
Pílatus kong þig kallar hjer,
Krossfesting Júðar óska þjer.