Kirkjuritið - 01.04.1964, Blaðsíða 43
KlltKJUItlTIÐ
185
ekki margir og enginn gerir sér
fulla grein fyrir þeini. Þess vegna
er mikill gróði að því að lesa fjölda
mnsagna um þá og skýringar á
'erkum þeirra. Og það verður ekki
kjá því komist að allt tal um þá og
allar tilvitnanir í verk þeirra verða
mönnum eitthvað til lyftingar og
sálubóta.
Það getur vart hjá því farið að
allir íslenzkir kennimenn girnist
þessa hók um þann prestinn, sem
áhrifamestur mun enn í kirkju
vorri — næst séra Hallgrími Pét-
urssyni.
A/ni Jakobsson:
Á VÖLTUM FÓTUM.
Æuisaga. — Bókaforlag Odds
Björnssonar 1963.
Hér er ekki á ferðinni mikilmenni
1 'enjulegri merkingu. Fremur
hversdagssaga alþýðumanns. Samt
hetjusaga. Höfundur ólst upp í fá-
tækt og naut lítillar menntunar.
Hiftist liðlega tvítugur konu, sem
var 18 árum eldri. Fékk lömunar-
'eiki á fyrsta húskaparári sínu. Var
'iieir en ár alveg farlama og náði sér
a’drei neina tæplega til liálfs. Flestir
hefðu lagt árar í hát. En þau hjón-
111 bösluðu við búskap í tuttugu og
l,rjú ár. Lengst af á afskekktu og
rýfu heiðarkoti — Víðaseli. Síðast í
PUrrabúð á Húsavík. Eiginlega les
mað'ur samt mestu lietjusöguna á
miHi línanna. Sögu Sigríðar, konu
^rna, sem hann átti flest að þakka.
Áu hennar hefði liann vafalaust orð-
id áralaus bátur á reki. Hún har
hann á höndum sér þegar mest lá
á, og stappaði alltaf í hann stálinu.
Þórir Friðgeirsson bjó bók þessa
til prentunar og er liún vel þess
verð.
ÁRBÓK ÞINGEYINGA 1962.
Ritnefnd: Séra Páll Þorleifsson,
Þórir Friógeirsson, Bjartmar Guð■
mundsson. — Ritstjóri: Bjarlmar
GuSmundsson. — Útgefendur: Suð-
ur-Þingeyjarsýsla, Norður-Þingeyj-
arsýsla. Húsavíkurkaupstaður. —
Prentverk Odds Björnssonar 1964.
Laust mál og bundið. Af grein-
unum nefni ég / Leirhöfn eftir
séra Pál á Skinnastað. Horft af
brúnni eftir Helga Hálfdánarson,
lyfsala. Og Tíðindi úr héraði. All-
ar fróðlegar. Einnig eru skemmti-
legar smágreinar eflir Bjarlmar
Guðmundsson.
Hér er sýnishorn kveðskaparins,
tekið úr kvæði eftir Karl Sigtryggs-
son:
Heyrir þú að móðir missti
mann og son í djúpið kalda,
að henni finnst sem óræð alda
yfir glæstar vonir hrysti?
Varst þú henni góði granninn,
göfugur í nálægðinni,
vermdir sál með samúð þinni,
sameinaðir Guð og manninn?