Kirkjuritið - 01.04.1964, Blaðsíða 10
152
KIRKJUKITID
inu. Hann leysir hinar erfiðustu rímþrautir, eins og ekkert sje fyrir
haft:
ísland má sanna, það átti völ manna,
þá allt stóð í blóma.
Nú öld er snúin, á aðra leið búin,
þar yfir má klaga.
Flest tekur enda, jeg lœt þar við lenda,
og lykta svo kvæði.
Þetta allt er oflangt mál til að rekja nánar. Jeg vildi aðeins rifja
upp fyrir oss, að síra Hallgrímur er stórskáld, jafnvel þó Passíu-
sálmarnir hefðu ekki komið til.
Passíusálmarnir eru meistaraverk síra Hallgríms, og máske alls
sálmaskáldskapar heilagrar Guðs kristni. Vjer vitum ekki með
vissu hvenær síra Hallgrímur byrjar að yrkja Passíusálma, en þeim
er að fullu lokið árið 1659. Umþenking pínu og dauða Jesú Krists
er honum ekki nýtt viðfangsefni. Það var æfilangt umhugsunar-
efni, eða frá skólaárum, endurtekið á hverri fösm í tuttu og fimm
prestskaparár. Því hefir verið haldið fram, að Passíusálmarnir sjeu
að miklu leyti ortir út af Eintali Sálarinnar eftir Muller hinn þýzka,
sem var vinsæl guðsorðabók, þýdd af síra Arngrími lærða. Þó
nokkuð sje til í því um efnisröðun, þá er það f jarstætt öllum sanni.
Það er meiri munur á Eintali og Passíusálmunum en á Hamlet
Shakespears og Amlóða Saxós, sami munur og á andríki og mærð,
grænu grasi og gömlu heyi. Passíusálmarnir eru ortir út frá guð-
spjöllunum og fjölbreyttri lífsreynslu og mannþekking síra Hall-
gríms sjálfs, af innblæstri, sem jafnörðugt er að skýra og djúp sál-
arlífsins og tilverunnar innsta eðli.
Það bendir margt til, að síra Hallgrímur byrji á Passíusálmun-
um um líkt leyti og hann verður þess var, að holdsveikin er að búa
um sig í líkama hans. Veikin fer hægt, er langdræg, en hefir ekki
nema einn endi. Það er hans eiginn krossferill. Meistaraverkið hefir