Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1965, Page 16

Kirkjuritið - 01.04.1965, Page 16
KIIÍKJURITIÐ 206 að koma borgarbörnum, sem lent liafa á einliverjum villigöt- uni, á góð lieimili í sveit og liefur oftast gefist vel. Nú er svo komið að örfá sveitabeimili liafa getu til að taka slíka unglinga í fóstur. Hins vegar hefur ekki dregið úr þörfinni. M. a. af því, að efalaust væri liollt að taka þann hátt meira upp en gert er að láta unglinga, sem brotlegir gerast, t. d. vegna hnupls, óhlýðni við umferðareglur eða sakir ölvunar, bæta fyrir það með starfi í stað einvörðungu áminninga, eða fjársekta. Sums staðar eru þeir, sem valda slysuni dæmdir til að vinna á sjúkraliúsum eða að öðrum hjálparstörfum. Og það ber ágætan árangur. Þótt Litla-Hraun liafi gefist misjafnlega, afsannar það ekki að vinnuskólar og liæfileg þegnskylduvinna séu liapparáð i mörgum tilvikum. H ér er aðeins vikið að einum þeim framkvæmdum í upp- eldis- og menningarmálunum, sem ekki mega gleymast, þótt bóknámsskólunum þurfi vitanlega að fjölga og breyta í sam- ræmi við fólksfjölgunina og breyttar lífskröfur. Nýlt hljóS úr horni Vár kyrha liermir að nýlega liafi birzt grein í „Kommúnist- anum“ opinberu málgagni rússneska stjórnarflokksins, þar sem bent sé á að kirkjan sé oft sinnis nú á dögum ranglega sökuð um syndir feðranna á tímum krossferðanna og rannsóknarrétt- arins. Forystumenn rétttrúnaðarkirkju nútímans í Rússlandi geri sér Ijóst að þeir geti náð eyrum þeirra, sem fyrir utan standa, eins og Jóhannes páfi 23. liafi líka baft fullan skilning á. Þvi fari fjarri að kirkjan sé byltingarsinnuð, en slíkt þurfi alls ekki að girða fyrir sameiginlegt átak kommúnista, guðleysingja og trúaðra, í baráttu fyrir nýju og betra þjóðlífi. Þótt ein lóa komi ekki vorinu til vegar, bendir þessi rödd samt til betri tíðar. Þar kemur að ógerlegt verður að skipta lieiminum í austur og vestur og telja allt svart eða bjart eftn' því, bvoru megin járntjaldsins það er. Kristindómurinn verður lieldur ekki kveðinn niður í Rúss- landi, live margir valdamenn sem þess kunna að óska.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.