Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 9
Sigurbjörn Einarsson:
Með ári nýju
Post. 4,8—12.
I.
Það var stutt ræða, sem vér heyrðum. Oftast er það kostur á
r*ðu að hún sé stutt, greiði við áheyrendur. En liér voru
fleiri kostir. Þessi stutta ræða var svo markvís, að hún er tíma-
bær enn, og svo efnisrík, að hún stendur ósorfin eftir, þegar
flest snilliverk aldanna hafa veðrast og mörg liorfið í bláinn.
Það er Pétur, sem talar, Simon Pétur, fiskimaður fyrrum og
ekki fastur í rás, fljótur að hrífast, fljótur að lirasa. Þess var
skammt að minnast að liann missti fótfestu í vondum félags-
skap og bilaði alveg, afneitaði lielgustu sannfæringu sinni.
Það var fyrir fáum vikum, nóttina sem Jesús, meistari lians, var
tekinn og yfirlieyrður og dæmdur.
Nú er Pétur hér, í stórum háskalegri félagsskap, nú stend-
ur liann sjálfur frammi fyrir liæstarétti þjóðar sinnar, þeim
sania og krafðist þess, að Jesús væri krossfestur, liann hefur
setið inni í nótt og nú er hann tekinn til yfirheyrslu. Og nú
bilar liann ekki. Hann liirðir ekkert um að verja sig, afsaka
eða bera af sér, nú gerir liann sókn að dómstólnum, afdrátt-
arlausa, stórkostlega. Hann segir: Sá, sem þér krossfestuð fyrir
fáum vikum, er risinn upp frá dauðum, sá, sem þér vilduð ryðja
úr vegi, er sjálfur liyrningarsteinninn, undirstaða allrar bless-
unar, hann er hjálpin frá Guði, lækningin, lífið sjálft.
Ástæðan fyrir fangelsun Péturs og félaga hans, Jóhannesar,
var góðverk, þeir liöfðu hjálpað vanlieilum beiningamanni, sent
Sat ekki gengið og beiddist ölmusu og Pétur sagði við liann:
Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef það gef ég þér: 1
nafni Jesú Krists frá Nazaret þá gakk þú. Og vesalingur stóð
á fætur og var lieill.