Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 30
24
KIRKJURITIÐ
í stað trúarbragða né vísinda frekar en máninn gæti komið í
stað sólar.
Sök okkar á böli heimsins
Arthur Miller hefur skrifað grein til skýringar á leikriti sínu
„Atvik í Vichy“. Þar sem hér er um að ræða einhvern kunn-
asta rithöfund heimsins nú á dögum og liann tekur til umræðu
eitt mesta vandamál mannlífsins, leyfi ég mér að taka hér upp
úr lesbók Morgunblaðsins 31. 10. 1965 nokkra megin pósta iir
greininni. Það skiftir ekki mestu hvort vér samþykkjum hvert
orð liöfundar, lieldur að liann knýi oss til að liugsa málið og
skyggnast í vorn eigin barm.
„Sagan í leikritinu, eins og ég lieyrði liana, varð aldrei neitt
„vandamál“, þar eð flestir trúa því, að á öllum tímum séu
uppi einliverjar hetjur meðal okkar. Eða eins og Hermann
Broch orðar það: „Og jafnvel þótt allt, sem skapað er í þess-
um heimi, vrði eyðilagt, þótt öll fagurfræðileg verðmæti yrðu
afnumin . .. leyst upp í efasemdum um öll lögmál. .. inundi
samt lifa óskert einina: liugsunarinnar, hin siðgæðislega for-
senda“. I stuttu máli sagt, er fæðing hvers manns endurfæð-
ing réttlætiskröfu, og það þarf livorki drama né sannanir til
að gera okkur þetta Ijóst.
Það sem er óljóst, ef ekki óþekkt, er sambandið milli þeirra,
sem eru réttlætisins megin, og liins illa, sem þeir berjast gegn.
Svo mjög er þetta óþekkt, að í Þýzkalandi er það raunverulega
óskiljanlegt mörgum, hvernig þessi ruddalegu liryðjuverk naz-
istastjórnarinnar gætu liafa gerzt, auk lieldur verið þoluð af
þjóð, sem kynslóð eftir kynslóð hafði verið talin ein sann-sið-
aðasta þjóð lieims. Svo óþekkt, að liér í Ameríku, þar sem of-
beldisglæpir færast í vöxt svo að ótrúlegt má telja — sem
dæmi má nefna, að Sameinuðu þjóðirnar verða að útvega
mönnum fylgd, ef þeir fara út úr liúsinu, eftir að dimmt er
orðið, í stærstu borg lieims — þá gera fáir menn svo mikið
sem ímynda sér, að þeir geti átt neitt táknrænt auk lieldur
persónulegt samband við svona ofbeldi.
Fyrsta vandamálið er ekki það, hvað til bragðs skuli taka,
heldur hitt að uppgötva afstöðu okkar til hins illa; álirif þess
á sjálf okkur. Er það ofmælt að segja, að þeir, sem aldrei verða
fyrir ranglæti, séu einskonar hlutliafar í ranglætinu?