Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 34
28 KIRKJURITIÐ Sektin er þá ekki nein sviplaus þoka, heldur er liún iðrun sálarinnar eftir sína eigin fjandsemi. Við refsum okkur til þess að sleppa við refsingu og til þess að sleppa við að taka þátt í að endurvekja þessa „einingu hugsunarinnar, liina siðgæðis- legu forsendu“ sem engu að síður endurfæðist með hverju barni, aftur og aftur um allan aldur.“ VíSar er GuS en í GörSum Oss íslendingum hættir jafnan til all mikils stærilætis, þótt vér séum meðal minnstu dverganna í samfélagi þjóðanna. Teljum að menning vor skipi oss á tiltölulega liáan sess meðal hvítra manna, en þeir séu að sjálfsögðu liinn „útvaldi lýður Guðs“. Asíuþjóðir liöfum vér látið oss litlu skipta þrátt fyrir fjölmenni þeirra og forna menningu, enda fundist þær svo órafjarlæg- ar. Blámennirnir í Afríku verið í hugum vorum vanþroska frummenn. Síðustu áratugimir hafa af ýmsum aðstæðum gefið oss víðari sjónhring og betri skilning á þessuin málum. Samt verð ég að játa að ég hálf hrökk við að lesa það nýlega í grein eftir Jónas H. Haralz hagfræðing að liann liefði vart komist í kynni við geðþekkari og alúðlegri þjóð en Ghanamenn. Ekki fólst það í orðunum að flest væri með ágætum þar í landi, enda var Jónas þangað kominn til leiðbeiningar og hjálpar í efnahagsmálum. En ummælin eru skýr bending um að þetta er að vissu leyti kostaþjóð. Bending þess, sem margir telja, að þjóðir Afríku séu líkar brumum, sem eru að springa út á vortíma. Þjóðir morg- undagsins, sem nú fyrst séu að leysast úr áþján og álögum og muni ef til vill ráða meiru um heimsmálin en oss varir. Að minnsta kosti er oss skvlt að gæta þess, að það er ekki liörunds- liturinn lieldur hugarfarið, ekki valdið en vizkan, sem ákvarð- ar gildi og gengi þjóðanna í nútíð og framtíð. „Sœri ég ySur viS sól og báru ...“ Nýlega lilýddi ég á erindi, sem Ólafur Halhlórsson, magister, flutti um Skarðsbók. Lofaði hann mjög sem allir að hún skuli endurheimt og þakkaði að maklegleikum þeim mönnum, er að því unnu. Hann lýsti liandritinu og skýrði í stórum dráttum frá efni þess. Taldi að víst mætti telja að það liefði verið skráð á þriðja fjórðungi 14. aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.