Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 54
ERLENDAR FRÉTTIR
SkoSanakönnun, scm nýlega var gerð í Englamli, lciddi í Ijós, að 90%
forcldra óskuðu að kristindómsfræðsla yrði áfrain skyldunámsgrein >
ríkisskólunum.
Japanskur prestur, Kenji Ozaki, sem uin skeið gcgndi prestsjijónustu
í V.-Þýzkalandi, liefur látið uppi, að fæstir safnaðarmeðlimir láti sér vcrii-
lega annt um að sýna trú sína í vcrki. Margir tclji söfnuðinn eins konar
einkafyrirtæki prestsins.
Sovésk yfirvöld hafa lokað prestaskólanum í Lutsk í Uraníu. Þeim
sjötta frá því 1958. 54 klaustur hafa verið lögð niður á sama tímabili. Eru
nú aðeins eftir þrír prestaskólar í ríkinu.
Heiinssamband KFUM hefur kjörið sér nýjan leiðtoga, Ameríkunianninn
James C. Donnell, 55 ára að aldri.
Öjlugt kirkjulíf þróast í Rúmeníu að því er sendinefnd LHS, sem þm'
var á ferðinni, telur. 10—30% safnaðarmeðlima sækja kirkjur á lielgum
dögum. Lögð er alúð við kristindómsfræðsluna af hálfu prestanna. Ríkið
veitir söfnuðunum niikinn stuðning m. a. til menntunar presta og viðhalds
kirkna.
A almennri kirkjuráSstefnu, sem lialdin var í Noregi snemma í vetur
var lögð mikil áherzla á haráttuna fyrir því að kirkjan fengi lögákveðið
kirkjuþing. Ennfremur var kosin nefnd til að raimsaka „þörf og möguleika
á kirkjulegum umhótum í því augnamiði að kirkjan fái betur rækt hlutverk
sitt í þjóðfélaginu“.
Finnskir kvenguSfrœSingar liafa nú fengið ýmiss réttindi til starfa innan
safnaðanna. Ekki þó prestsvígslu. Kallast lektorar og fá við vígslu sína sér-
stakan einkennisbúning, sem Riitta Inmionen liefur skapað: Elauels-hrydd-
uð og blúndulögð ullartreyja og svart pils.
KIRKJURITID 32. árg. — 1. hefti — janúar 1966
Tímarit gefiS út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. Ver5 kr. 150 árð*
Ritstjóri: Gunnar Árnason
Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson, Jón Hnefill Aðalsteins*
son, Kristján Búason, Sigurður Kristjánsson.
Afgreiðslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Hagamel 43»
sfmi 17601.
Prentsmi5ja Jóns Helgasonar.