Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 52
KIRKJURITIÐ
46
miklar skuldir, sem væutaulega verða greiddar á uæstu árum. A þessum
tímamótum eiga forráðamenn kirkjunnar þá einlægu ósk, að' hún megi
áfram þjóna hlutverki sínu til heilla fyrir hæjarfélagið. Nú er ekki síður
þörf á kirkjunnar starfi en fyrir 25 árum. Þeir, sem reistu kirkjuna og
þeir, sem í aldarfjórðung hafa unnið fjölþætt safnaðarstarf, eiga miklar
þakkir skyldar, virðing og þakklæti er vottuð þeim sem Iátizt liafa. Fram
til komandi tíma er horft með hæn í liuga:
GEF AÐ BLÓMGIST, GUÐ, ÞÍN KIRKJA. P.S.
HéraSsjundur Húnavatnsprójastdœmis var haldinn í Höfðakaupstað sunnu-
daginn 5. septemher. Hófst liann með guðsþjónustu í Hólaneskirkju kl. 2.
Sr. Gísli Kolheins á Melstað predikaði, en sóknarprestur, sr. Pctur Þ. Ingj-
aldsson, þjónaði fyrir altari. Kirkjukórinn söng undir stjórn Kristjáns
Iljartarsonar. I lok messugjörðar minntist sóknarprestur þess, að nýr ljósa-
kross liefði verið gefinn kirkjunni af sóknarbörnum, og yrði nú kveikt á
honum þennan dag. Eftir messugjörð setti prófastur, sr. Þorsteinn B. Gísla-
son, héraðsfundinn. Flutti hann ítarlega yfirlitsræðu um kirkjulega viðburði
á liðnu ári. Gat þess meðal annars, að miklar umbætur færu nú fram á
Breiðahólsstaðarkirkju í Vesturhópi, og Vesturhópshólakirkju liefði verið
gjört mikið við. Nýtt prestsseturshús hefði nú verið reist á Bólstað í Æsu-
staðaprestakalli. Fólkstala liefði heldur aukizl í prófastsdæminu; væri nú
3657 manns. Þá gat prófastur um starf nefndar þeirrar, er skipuð hefði verið
til að atliuga prestakallaskipan landsins. Að loknu máli prófasls var gefið
fundarhlé. Sátu fundarmenn kaffihoð hjá sóknarnefnd Hólanesskirkju, en
Kl. 5 var fundur settur að nýju, og urðu þá umr. um sameiningu presta-
kallanna Breiðahólsstaðar og Tjarnar, sem koniið hefði til orða. Urðu um
það nokkrar umræður. Þá hófust umræður um kirkjugarða, er var aðalmál
fundarins, er var mikið rætt og voru samþykktar þessar ályktanir:
Héraðsfundur Húnavatnsprófastsæmis, haldinn 5. september 1965 í Höfða-
kaupstað, fagnar því að skipaður hefur verið eftirlitsmaður fyrir kirkju-
garða landsins. Hins vegar er augljóst að ef kirkjugarðar í kauptúnum og
sveitum landsins eiga að komast í viðunandi horf, þarf maður í hverju
prestakalli að annast um þá.
Væri þá æskilegt að liann hefði einhverja niemitmi í garðrækt og gæli
auk þess séð mu slátt á görðunum.
Héraðsfundur Húnavatnsprófastsdæmis, haldinn 5. septemher 1965 í
Ilöfðakaupstað, heinir þeim tilmælum til biskups og kirkjmnálaráðuneytis-
ins, hvort ekki sé fært að liafa námskeið í garðrækt fyrir þá aðila, sem
tækju að sér hirðingu kirkjugarðanna út um hyggðir landsins.
Fundurinn vill benda á Húsmæðraskólann á Löngumýri eða cinhvern
annan stað, þar sein ekki er jarðhiti.
Séra Gísli Kolbeins flutti erindi um fund guðfræðinga, íslenzkra og er-
lendra, er nýverið var haldinn í Reykjavík. Síðan lauk sr. Þorsteinn B-
Gíslasonar, prófastur, funduin, með ritningarlestri og hænargjörð.
Héldu fundarmenn síðan til prestssetursins, en þar þágu þeir kvöldverð í
hoði prestshjónanna. — P. t.