Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 27
KIRK JURITIÐ
21
staðar. Fyrir þær sakir er rétt að vekja atliygli á ræðu Ingmars
Eergmans, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins, sunnudaginn
september s. 1.
Ingmar Bergman, hinn sænski kvikmyndagerðarmaður, er
otviræður snillingur í sinni grein á ýmsa vegu, enda hálfguð
1 augum þúsunda um víða veröld.
Hann lilaut nýlega, ásamt hinum gamla kvikmyndajöfri
Charlie Chapl in, mikinn heiður, svokölluð Erasmus verðlaun.
því tilefni samdi liann boðskap um listina. Fer meginefni
J>ans hér á eftir. (Þýð. Lesbókar Morgunbl. 19.9 ’65).
”Listrænn sköpunarmáttur hefur lijá mér lýst sér sem liung-
ur. Ég L,ef orðið þessarar þarfar var, og með nokkurri ánægju,
en eg- lief aldrei vísvitandi spurt sjálfan mig, hvernig þetta
U]ngur er til komið, og liversvegna það heimti alltaf fullnæg-
'ngu. Nú á síðari árum, þegar tekið er að draga úr því og það
er farið að breytast í eitthvað annað, finnst mér viðeigandi að
reyna að rannsaka orsakirnar til „listastarfs“ míns.
Hjög snemma á barnsaldrinum langaði mig að sýna, hvað ég
Sæti: teikningar, sem ég liafði búið til, bolta, sem ég gat kastað
a steinvegg — fyrstu sundtökin .. .
Það liggur í augum uppi, að kvikmyndin varð tjáningartæki
niitt. Ég gat þar gert mig skiljanlegan á máli, sem virti að vett-
nSÍ þau orð, sem mig skorti, tónlistina, sem ég réð ekki við,
málaralistina, sem gat aldrei liaft áhrif á mig. Mér varð það
snögglega fært að tjá mig umheiminum á máli, þar sem sál bók-
staflega talar við sál, með orðum, sem á næstum þægilegan hátt
sieppa undan stjórn skynseminnar.
Með öllu samansöfnuðu hungri barnsins sló ég mér á þetta
|.]áningarform mitt, og í tuttugu ár hef ég linnulaust og í eins-
°nar brjálæði, birt drauma, tilfinningaatvik, liugarflug, brjál-
a‘ðisk<)st, taugaveiklun, þrjózkukvalir og beinar lygar. Hungrið
'Ja mér hefur alltaf verið nýtt. Auður, frægð og velgengni hafa
'erið furðulegar en í rauninni lítilsverðar af þessari starfsemi
minni.
. En það, sem ég liér lief sagt, dregur ekki úr gildi þess, sem
e" lief skapað, eins og fyrir tilviljun. Ég held, að það hafi haft
°S hafi, jafnvel enn, nokkra þýðingu. Það, sem er mér liuggun,
er )>að, að ég get séð liið liðna í nýju og ekki eins rómantísku