Kirkjuritið - 01.01.1966, Blaðsíða 40
34
KIHKJUHITIÐ
o. s. frv., enn freniur samsett nöfn, sem enda á -mann, livort
sem þau eru tökunöfn eða gerð síðar í samræmi við tökunöfn,
t. d. Hermann, Kristmann, GúSmann og Ármann.
Heimspekideild áskilur sér rétt til að úrskurða síðar uni
endingu eða endingarleysi karlkenndra mannanafna, sem liér
er ekki vikið að.
Hermann Hesse:
Áð kveldi
Að kvöldi ber þér að líta yfir liðinn dag,
rannsaka fyrir augliti Guðs,
hvort öllu var vel farið
með orð og athafnir,
hvort þú með gleði gafst það, sem þér var auðið.
Eða hvort þú ráðafár og hugfallinn
verður að bera nafn ástvina þinna þér í munn,
játa á þig ranglæti og hatur
og blygðast þín fyrir smánarverk.
Gakk aldrei með myrkum huga til hvílu!
Varpa öllum áhyggjum af sálinni
svo að þú getir endurheimt barnsfriðinn
og með heiðum huga minnst
ástvina þinna og barnæskunnar.
Sjá, þá ert þú hreinn og albúinn þess
að teyga úr hinum svalandi brunnum svefnsins.
Á hverjum degi ber þér að kvöldi
að rannsaka fyrir augliti Guðs
hvort allt sé eins og vera ber.
(G.Á.)