Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Síða 13

Kirkjuritið - 01.01.1967, Síða 13
KIRKJURITIÐ 7 ar til þess að reyna að styrkja sín bágn bein með tíma- bærri næringu. Það er víst og satt, að trúmál em ekki horfin af dagskrá. 1 hámenningarborginni París eru starfandi yfir 10.000 astrólóg- ar5 stjörnuspámenn, og fullyrt er, að þeir séu meira sóttir og tekjubærri en læknar borgarinnar. Og þær falsspár, sem kennd- ar eru við stjömur, eru ein vænlegasta tekjulind margra blaða. t*að þarf ekki að kvíða atliafnaleysi á slíkum sviðum trú- niála, þótt sú ónauðsynlega og nytjarýra stétt, prestarnir, liyrfu •ir sogunni. Menn ræða gjarnan trúarlegar spurningar, einkum þær, sem eru á jöðrum og hæfileg Iiula livílir yfir. Trúmál geta •neð þessu móti orðið skemmtilegt tómstundagaman, ef menn geta tryggt sig gegn því að komast að niðurstöðu, taka afstöðu, sem nokkur persónuleg skuldbinding fylgir eða ábyrgð .Það er ems og Fénélon, sá vitri maður, sagði einu sinni við unga menntamenn í sinni samtíð: „Þér rökræðið ekki til þess að komast að niðurstöðu og gera eitt eða neitt, lieldur til þess að finna fleiri átyll ur til þess að efast og slá öllu á frest“. Mörg trúmálaumræða er lítið annað en leikur að orðum og niorg gagnrýni á kirkjunni aðeins flugeldasýning, og slíkar syningar eiga sér raunar stað innan kirkjunnar sjálfrar, báu bvellirnir miða að því að leiða atliygli að þeim, sem sprengir °S að því marglita neistaflugi, sem líður frá bonum út í geim- inn. Slíkt gefur engum manni fótfestu í lífinu. Það gerisl ekki einu sinni með rökræðum, þótt þær séu harla gagnlegar á sinn bátt. Jesús Kristur liöfðar ekki fyrst og fremst til ímyndunar- afls né beilafimi, liann liöfðar til viljans, samvizkunnar, hjart- ans og reynslunnar. Hann segir: Sá sem vill gjöra vilja Guðs, bann mun komast að raun um, bvort kenning mín er frá Guði. Prófaðu það í lífinu sjálfu að leita vilja Guðs í minni fylgd og bita mig lýsa þér, segir Jesús, prófaðu það að lesa Guðs orð ,ueð mér og kirkju minni, prófaðu það að biðja í mínu nafni, Profaðu fvlgja því og lilýða, sem þú þannig finnur, og þú •••unt komast að raun um, livort þetta verkar til góðs, livort ég er sannur, bvort ég er fær um að bjarga og blessa. Þetta segir Jesús. Hann leysir fjötrana fvrst, síðan gáturnar. Andvaraleysið blustar ekki, liev rir ekki þetta.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.