Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Síða 14

Kirkjuritið - 01.01.1967, Síða 14
8 KIRKJURITIÐ Og nú er almenn velmegun. Guði sé lof fyrir það. En livað er velmagun? Fullnægir hún? Sér Iiún öllu borgið? Velmegun er teygjanlegt liugtak. Austur á Indlandi er sú móðir sæl, sem ]iarf ekki að óttast, að barnið hennar bíði heilsutjón af skorti eða tleyi jafnvel úr ófeiti. Hér gegnir öðru máli. En þarfirnar vaxa og kröfurnar ná- kvæmlega jöfnum skrefum við framfarirnar. Statistískar rann- sóknir, sem eitt sinn voru gerðar í Ameríku, leiddu í ljós, að fyrir einni öld voru meðalþarfir manns 72, þar af voru 16 taldar nauðsynjar. TJegar rannsóknin fór frarn — síðan eru all- mörg ár — voru þarfirnar sjöfalt fleiri, fast að því fimm hundruð og þar af voru nálævt hundraði taldar nauðsynjar. Og áfram Iialda þarfirnar að vaxa. Vex hamingjan að sama skapi? Lífsaðstaðan liér á landi licfur batnað, allt hið ytra batnar, það er augljóst og vissulesa ideðilegt. En kann maður- inn betur við sig heimi sínum? Er ekki gamla spurningin enn í gildi: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og híða tjón á sálu sinni? Merkur alþingismaður íslenzkur. núv. forseti Sameinaðs þings, henti á það fvrir nokkrum árum, að til væru velmegun- arsjúkdómar, sem lýsa sér í græðgi, agaleysi, skorti á tillits- semi við náungann og jijóðarlieildina. Ég vil hæta því við, að sinnulevsið um kristna trii og kirkju, er fyrst og fremst velmegunarsjúkdómur og sú sýking er upp- spretta allra hinna. Fvrirbærið er í rót sinni ekki fínna en betta og nógu alvarlegt samt. Og það er ekki einskorðað við Tsland, fjarri því. En þegar Guð er horfinn af sjónarsviði, þegar orð lians og vilji er afs^rifað, þá leitar mannssálin ósjálfrátt og óhjákvæmilega annars athverfs, annars valds. Þá byrjar fálmið, trúmálaföndrið, og há kemur að því, að menn eiga svo auðvelt með að gefa uun frelsi sitt og selja öll örlög í hendur alræðisflokka og öfgamanna, sem tala nógu stórt og lofa mestu. Þetta liefur nútíminn revnt og á vonandi ekki eftir að revna betur. IV. Vakna þú, sem sefur og rís upp frá dauðuin og þá mun Krist- ur lýsa þér.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.