Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Side 46

Kirkjuritið - 01.01.1967, Side 46
40 KIRKJUIUTIÐ sviði atliafnanna, starfsins, sem Ingigerð'ur lét til sín taka og var stór. — Með höndum sínum hjónaði hún sýknt og heilagt, og jiað ljómaði af þessum vinnulúnu höndum, ekki sízt vegna þess, að allt, sem þær unnu var unnið liávaðalaust og í kyrrþey. Vinnudagurinn var oft æði langur, því að alltaf fór Ingigerður fyrst allra á fætur og síðust í háttinn. — Hún var vissulega mikill „athafna-yogi“, eins og nefndir eru stundum þeir menn, sem starfa heilliuga starfsins vegna en horfa ekki til launa. Ilún gleymdi sjálfri sér í starfinu. Eg vil ekki láta hjá líða að nota þetta tækifæri til þess að færa einnig sóknarprestinum, séra Hannesi Guðmundssyni, kærar þakkir fyrir það, hve fráhærlega vel hann hefur reynzt þeirri konu, sem hér er verið að kveðja. Yil ég leyfa inér að fullyrða, að það sé með fádæmum. Ég þekki ekki trúmálaskoðanir séra Hannesar, og ég el ekki með mér neina sérstaka forvitni í þeim efnum, því að ég lief kynnst því í fari hans, sem er æðra öllum skoðununi. Þessu hef ég reynt að lýsa í lítilli vísu, sem ég orkti einhvern tíma til hans. Vísan er á þessa leið: „Ekki kann ég kenning þína, kýs þér samt að færa blóm, því í gegnum Gerðu hef ég glampa séð þinn kristindóm!“ Það er þessi kristindómur breytninnar, sem ég legg mest upp úr, og ég veit, að ég mæli fyrir munn Gerðu, er ég flyl nú séra Hannesi lijartans þakkir fyrir alla lians ástúð og nærgætni í hennar garð, alla hans um- hyggju og ræktarsemi. Mér er löngum í minni, er ég var einn sinni að fara frá Fellsmúla, að þá stóð Gerða á hlaðinu og séra Hannes við hlið liennar. Hami hélt undir handlegg lieimar eins og góður sonur, og þessi mynd hefur fylgt mér síðan: Gerða, orðin gamalmenni, fótlúin og sjón- lítil, en við lilið hennar vörpulegur ungur maður, umhyggjusamur og nær- gætin, sem sonur væri. Þetta er fögur inynd og ógleymanleg. — Þannig skyldu samskipti gömlu kynslóðarinnar og hinnar yngri vera. Og þannig skyldi kristindómurinn koma frain í verki. Ekki vil ég láta undir liöfuð leggjast að þakka mágkonu miniii, frú Önnu Kristjánsdóttur, síðustu prestskonunni á Fellsmúla, fyrir það, hve vel hún licfur reynzt Gerðn frá upphafi. Það var happ fyrir hina síðar- iiefndu að fá slíka húsmóður, og það var líka liapp fyrir nýja húsmóður á nýju heimili að fá slíkan þjón og samverkamann sem Gerðu. Mér er kunnugt um það, að þær kunna vel að meta livor aðra og nú fellur það í hlut elskaðrar og virtrar húsmóður að fylgja líkamsleifum liins trygga þjóns til síðasta hvílustaðar og gera minningu hans góða og fagra, eftir því sem efni standa til, en þau efni eru engin vanefni. Og þess vegna er hlýtt og hjart yfir þessari miiiningu. í Markúsarguðspjalli, 10. kapítula, 42.-45. vers, eru þessi orð liöfð eftir Jesú:: „Þér vitið, að þeir, sem talið er að ríki yfir þjóðunum, drottna yfir þeim, og höfðingjar þeirra láta þær kenna á valdi sínu; en eigi er því svo farið yðar á meðal, en sérhver sá, er vill verða mikill yðar á meðal, hann l

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.