Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Qupperneq 54

Kirkjuritið - 01.01.1967, Qupperneq 54
KIliKJURITID 48 ins auk hinna þriggja presta, sem þjónandi eru í prófastsdæminu. Það skyggði á, að Páll Pálsson í Þúfum, sem hefir verið fulltrúi sóknar sinnar um áratuga skeið á héraðsfundum, veiktist um nóttina fyrir fundinn og gat því ekki setið hann. Prófastur stjórnaði fundi og kvaddi til ritara sr. Baldur Villielmsson, Vatnsfirði. Flutti prófastur yfirlitserindi unt það helzta, sem gerzt hafði i prófastsdæminu frá síðasta hcraðsfundi. Langmerkasti viðburðurinn var vísitazía hiskups, en liann vísiteraði prófastsdæmið á s.l. sumri, kom á hvern kirkjustað, einnig heimsótti hann hina fornu kirkjustaði, sein komnir eru íeyð'i, Stað í Grunnavík, Stað í Aðalvík og Hesteyri, þar sent kirkjur eru uppstaudandi nema á Hesteyri, en sem kunnugt er var kirkjan þar flutt til Súðavíkur og reist þar fyrir nokkru. Fór fram stutt helgistund á öllum þessum stöðum, í kirkjunum og á grunni Hesteyrarkirkju. Veðurhlíða einkenndi þá daga, sem hiskup var á ferðinni og Djúpið tjaldaði sínu hezta skarti, enda júlímánuður. Það fagnaði biskupi sem hezt varð á kosið, og höfðinglegar voru viðtökur fólksins við hiskup og pr°' fast, sem fylgdi honum á yfirreið hans um prófaslsdæmið. Þar var höfð- ingsskap að mæta. Prófastur gaf yfirlit yfir slörf presta í prófastsdæminu árið 1965. Mess- ur voru flutlar 174, altarisgestir voru 320, fermingarbörn 87. Þá voru hjónavígslur í kirkju 19, í lieimahúsmu 1, á heimili prests 16 eða 36 alls- Greftranir voru 34. Fer mjög í vöxt, að foreldrar færi börn sín til skirnar i kirkju við messugjörðir. Slík er þróunin einnig með hjónavígslur í kirkju- Að yfirlitserindi sínu loknu, las prófastur upp kirkju- og kirkjugarðs- reikninga liinna ýmsu kirkja og har fram þá tillögu, að söfnuðir prófasts- dæmisins hækkuðu sóknargjöldin í minnst 150. kr. á meðlim. Sr. Þorhergur Kristjánsson sagði frá Kirkjuþingi, sem er nýlokið. Meðal annars ræddi hann um prestakallaskipunarfruinvarp það, sem fyrir þing- inu lá. En fyrirhuguð er mikil hreytiiig á skipun þeirra mála, tilfærsla og stækkun prestakalla og fjölgun þeirra í þétthýlinu. Miklar umræður urðu á fundinum um ýms kirkjunnar mál. M.a. har # góma vöntun á organistum svo að til vaudræða horfir, ef einliver í(11' fallast og í suinuin sóknuni vantar organista með öllu. Þarf það ínál athugunar svo vel megi fara, enda víða vöntun á því sviði. Frú Sigurlaug Erlendsdóttir, ekkja séra Eiríks Stefánssonar prófasts 11 Torfastöðum, andaðist 21. desemher s. 1. Hún var orðlögð merkiskona- KIRKJURITIÐ 33. árg. — 1. hefti — janúar 1967 Tímarit gefið út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. Verð kr. 200 á^ Ritstjóri: Gunnar Árnason. Ritnefnd: Bjarni Sigurösson, Heimir Steinsson, Pétur Sigurgeirsson, SigurÖur Kristjánsson. Afgreiöslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Hagamel 4 Sími 17601. PrentsmiÖja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.