Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.12.1968, Blaðsíða 10
472 K I R KJ Uim 1 i) var ríkidæmið, sem látið var af hendi fyrir fátæktina. Það er ekki jatan ■— það er ekki krossinn í sjálfu sér -— lieldur hitt, að liann steig niður frá himneskri dýrð, lét fæðast sem barn í jötu og leið að lokum smánardauða á krossi, það er þetta, sem hefir gagntekið sálir manna, miklu meir en nokkur saga um líðandi hreysti og þrautseigt þolgæði hefði getað gert. Með öðrum orðum: takið fortilveruna burt, og þá er mesti Ijóminn horfinn af náðarverki lausnarans. Það þurfti ekki að liafna neinni auðlegð, ekki að afklæðast neinni tign, ef tilvera Krists byrjaði við fæðingu lians á þessa jörð. Fyrir ])á sök er í raun og veru ekki nægilegt að segja: „barn er oss fætt“, ef vér vilj- um tileinka oss fögnuð jólaboðskaparins. Vér verðum að leggjíl út á djúpið og livísla: „Áður en Abraham varð til, er ég.“ Að lokum leyfi ég mér að benda yður á, að ef vér missum sjónar á fortilveru Krists, þá dregst hula yfir dýrð mannkyns- ins. Áður á tíðum þóttust menn hafa söguleg gögn fyrir tign og göfgi mannsins. Hann var kóróna sköpunarverksins, útgeng- inn af hendi Guðs sem herra hinnar voldugu tilveru. Hans heimur, jörðin, var talin miðdepill allieimsins, og stjörnurnar á himinlivelfingtmni voru hlýðnir þjónar jarðarinnar, þar settar til að lýsa jörðunni og jarðarbyggjum. Mannsins vegna reis sólin í ljóma sínum; mannsins vegna var hinum liinm- esku liersveitum niður raðað; til þess að segja fvrir ómerki- lega leyndardóma mannlegra örlaga lireyfðust pláneturnar saman í þyrpingu. Slíku trúðu menn. Og þegar svo máttugir hlutir snerust um hann og liann var borgari í svo göfugu ríki, ])á var engin ástæða til að efa göfgi mannsins. Ef svo ljómandi þjónar lutu manninum og hann átti svo frítt föraneyti, þá var hann englunum lítið lægri. En jörðin liefir eigi framar þá tignarstöðu, að vera miðdepill alheimsins, og himinfestingin hefir fluzt lir stað og er komin í órafjarlægð, og sólin og st jörnurnar hafa annað verk að vinna en að segja undarlegar sögur um dauða konunga og örlög stórliöfðingjanna. Hirnin- inn hefir fluzt búferlum og er orðinn stjarnfræðilegur. Og mönnum finnst engin Jakobsstigi geta náð upp í liann lengur. Jörðin, sem allt liið skapaða var eitt sinn talið lúta, er nú ekki annað en smáögn á einum útjaðri sköpunarverksins. Og öll þessi þekking liefir haft þau áhrif á hugi mannanna, að þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.