Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 24

Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 24
Gunnar Árnason: Pistlar GleSileg jól! Gömul sögn í nýju Ijósi Tæknin er undraverð. Á því máli erum við öll. Með lienni hefur tekist að gera gömlu ævintýrin að veruleika. Það er dásamlegt að geta flogið enn liærra, enn víðar en fuglarnir — senn til annarra stjarna. Undursamlegt að sjá og heyra daglega það, sem gerist livar sem er í heiminum. Furðulegar risafram- kvæmdir blasa við augum. Þeim, sem kemur að Búrfelli eystra finnst líkara sem tröll liafi verið þar að verki en aðeins mennskir menn. Jarðgöngin og önnur veksummerki eru svo stórkostleg. Þar er einnig vísbending þess livernig tæknin létt- ir störfum af mörgum liöndum, svo að víða færist nú meir og meir í það óskahorf fjöldans að ekki þurfi að vinna nenia tiltölulega fáar stundir fimm daga í viku, því að vinnan er nú víða talin fremur lítillækkandi ok en óþrotleg ánægjulind og auðsuppspretta. Tölvan er ein töfrasmíðin og er sögð liverri völvu fjölfróð- ari og öruggari. Yið erum líka sem steinilostin yfir þeim fréttum að til seu gjöreyðingarvopn, sem ætlað er að fái afmáð mikinn liluta mannkynsins svo að segja á svipstundu, og ef til vill sundrað hnettinum. En slíkt er á hinn bóginn ekki lítil liuggun þeim sem halda að fullkomnun hernaðartækninnar sé mikilsverðasta úrræðið til verndunar friðinum. En sú er ein trúin, sem menn eru ekki sammála um. Aðrar liliðar tæknimálanna vekja einnig torráðnar gátur og myrkva sjónliringinn. Tæknin er engin guð, þótt á liana sé trúað. Þótt liún geti umskapað mannlífið og meira að segja tortímt því, þarf hug- vit til að finna hana upp og stjórna henni.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.