Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 31

Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 31
Viðtal við móður Teresu Kunnur maður, enskur, Malcolm Muggeridge rœðir við indverska líknarsystur. — Spjallið er lauslega þýtt. Mcr lék mikill liugur á að spjalla við yður, móðir Teresa, ekki sízt vegna þess livað ég er kunnugur í Calcutta. Ég bjó þar úrum saman. Og þess vegna er mér gjörkunnugur sá geysi vandi, sem þér stríðið svo óskelfdar við. Ég reyni að gera mér í hugarlund livernig nokkur dirfist að fara einn síns liðs inn í ægileg öngstrætin og ólýsanleg fátækrahverfin og ganga á hólm við það, sem þar er til staðar. — Mér var aðeins eitt í huga. Að beina huga allra að Guði. Ég dróst að fólkinu sakir þessa að ég vildi koma því í kynni við Guð. Kristur var mönnum ekki kunnur í fátækrahverfun- um. Ég vildi koma þeim með kærleiksverkum í skilning um að hann ynni þeim, og bæri umhyggju fyrir þeim. — Hvaða fólk kom yður til hjálpar — hvers konar fólk? Voru það mest indverskar stúlkur? — Flestar stúlkurnar, sem aðstoðuðu mig voru námsmeyjar, sem ég liafði kennt í fyrsta bekk Lorettoskólans. — Stofnuðuð þér sérstaka reglu fyrir þær? Eða tókuð þær í yðar eigin reglu? — Ég kom á fót sérstakri reglu, því að hér var um allt annað reglulíf að ræða en mitt. Við verðum að vera öreigar, því að það er ekki unnt að skilja fátæklingana nema að lifa að þeirra hætti. — Hvernig liagið þér daglega starfinu? Hvenær hefst það? — Við förum á fætur klukkan hálffimm. Þá eru morgun- liænir og altarisganga. Þetta er til þess gjört að gera okkur faerar um að leysa dagsverkið af liendi, því að okkur er ætlað að vinna í anda Krists og þörfnumst þess að liann komi með okkur í fátækrahverfin. Síðan tygjurn við okkur. Svo förum við að heiman hálfátta. Sumar systranna annust liina líkþráu, aðrar fara í sjúkraskýlið, sem við liöfum komið upp lianda

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.