Kirkjuritið - 01.12.1968, Page 33

Kirkjuritið - 01.12.1968, Page 33
KIRKJURITIÐ 495 byggja friðarhöfn fyrir um 400 holdsveikar fjölskyldur. Þær fá þar sína skóla, sitt sjúkraskýli, sérstakar vinnustöðvar og aðstæður til liænsnabúa. Þannig gefst þeim færi á að lifa venjubundnu borgaralífi. — Ég sé af fjölmörgu, sem ég hef lesið um starf yðar að þið vinnið gríðarlega mikið fyrir börnin. — Já, þau eru ýmist óskilgetin eða munaðarlaus. Börn eru skilin eftir ein og yfirgefin livar sem er og liirt af systrunum, eða lögreglunni, eða liinum og þessum, sem finna þau á göt- unni eða annars staðar. Það kemur fyrir að við rekumst á þau í ruslaliaugi, eða vafin innan í dagblöð, eða lögð við dyrnar, eða undir strætisvagnssæti. — Viljið þér segja mér eitt, móðir Teresa? Þér sækið sjálfar styrk yðar og liugsjónir í sakramentið, kaþólska trú yðar og kristilegt líferni. Ef nú einbver býðst yður til lijálpar, finnst yður þá ekki að þér verðið að fá hann til að neyta sömu lijálparmeðala? — Allir, líka hindúar og múbameðstrúarmenn, eru meira eða minna trúaðir og það nægir þeim til að vinna kærleiks- verk. — Nægir það? — Það nægir til að byrja með. Og þegar þeir komast í kynni við þessi börn og þetta kramarfólk og fara að annast það, þá skiljið þér, að ást kviknar af ást og breiðist út eins og eldur í sinu. (G. A.) Eg lidd ekki að Irúfræðispursmálin skipti menn niiklu á himnum. Kristindómurinn er í rauninni undursainlega skynsamlegur. Daglegu verkin eiga ekki að vera óháð kristnilífi okkar, heldur lduti af því. Elskið hver annan! Þá væri vel, ef við stráðum eins mörgum hlómum á veg liinna lifandi og kistur liinna dánu. J. J. Jansen.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.