Kirkjuritið - 01.12.1968, Qupperneq 35

Kirkjuritið - 01.12.1968, Qupperneq 35
KIIÍKJUIUTIÐ 497 The Adventure of Living eftir svissneska lœkninn Paul Tournier. SCM PRESS Ltd. 243 bls. Ég hefi lesið nokkuð margar bækur eftir Tournier og því fleiri þeirra sem ég les, þeim mun vænna þykir mér um manninn. Tournier gefur mikið af sjálfum sér í bókum sínum, bann ræðir við lesendann, kemur nærri honum. Stíllinn mót- ast fremur af samtali en eintali. Sumum kaim að þykja bókin of rabbkennd, að höfundur- inn tali of mikið um sjálfan sig. En að minni liyggju er bér fólgið gildi bókarinnar. Tournier mælir sem maður við mann, hann er sér meðvitandi um lesandann í liverri málsgrein. Hann mælir af óvenjulegri mannþekkingu og trúarblýju. Innibald bókarinnar er hversdagslegt á yfirborðinu, eink um fyrsti hlutinn, en síðar koma lirein gullkorn, þar sem Tournier talar um það, livað sé í raun og veru að komast áfram og takast lífið vel. Bókinni er skipt í þrjá hluta: 1. Ævintýrið, II. Áliættan, III. Valið. Fjallað er um liina eðlilegu livöt mannsins að vilja kanna nýjar slóðir reyna meira, sjá fleira og vaxa. í öðrum lilutanum er rætt mn það, bvernig fjöldi fólks hikar, þorir ekki að taka lífið og lifa því, og hættur og óheilbrigði sem fylgja því að liika við að taka gjöfum lífsins. Kristn- um mönnum liættir til að afsaka eða fela sína eigin vantrú undir því yfirskini, að lífið byrji fyrst eftir dauðann. Afneit- un á lífinu, flótti frá lífinu, er afneitun á Guði og flótti frá Guði. Hjá okkur togast á löngun til ævintýra og vaxtar aimars vegar, en löngun til að njóta öryggis liins vegar. Nú er ekkert öryggi, nema Guð, með Guði getum við hætt öllu, leitað stöð- ugt nýrra ævintýra. Jafnvel dauðinn, sem binn mesti ósigur, hin mesta liætta, verður kristnum manni ævintýri, nýtt land, uý von. „Að skilja lífið er að skilja Guð,“ segir Tournier. I. I. 32

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.