Kirkjuritið - 01.12.1968, Síða 37

Kirkjuritið - 01.12.1968, Síða 37
KIIIKJUIUTIÐ 499 einstaklingsins ekki sízt á stærstu stundum ævinnar, livort heldur í sorg eða gleði, sælu eða þraut. Hér skal nú í allri auðmýkt tekið fyrir eitt minnsta rit Heilagrar Ritningar. En það er persónulegt vinarbréf, vart lengra en ein blaðsíða í venjulegri bók með venjulegum prent- stöfum. Samt mótar það grunninn að belgustu mannréttindum og mannbelgi á meðal allra kynslóða. Samt gæti það verið rauði þráðurinn í frelsisbaráttu og réttlætisvitund lieilla stétta og stórra þjóða. Það er skrifað fyrir nær tveim þúsundum ára, en hefur þó fullt gildi sem þáttur og krafa í mannréttindabaráttu Samein- uðu þjóðanna enn þann dag í dag. Og þó sérstaklega með til- liti til kynþáttamisréttis og kúgunar, þar sem traðkað er á rétt- indum þeirra, sem fordómar og erfðavenjur liafa ýtt inn í skuggann. En auk alls þessa er Filemonsbréfið ritað af sérstakri snilld, skáldlegum tilþrifum, snurðulausri list og sálfræðilegu inn- sæi, en þó í ákveðnum tilgangi. Þeim tilgangi, sem öll sönn bst stefnir að. Til þess að bæta og fegra mannlíf og samfélag hverrar kynslóðar. Ekki mun nokkur vafi talinn, að Páll postuli sé höfundur þessa bréfs, þótt ekki sé það undirritað að nútímahætti. En í upphafi bréfsins eru rituð nöfn Páls og Timoteusar vinar lians og samverkamanns, svo sem væru þeir liöfundar þess. En viðtakandinn er bins vegar ókunnur, það er meira en líklegt, að liann liafi ekki lieitið Filemon, þar eð filemon er aðeins venjulegt upphaf vinarbréfa á grísku og þýðir blátt áfram „vinur minn“. Filos, vinur í ávarpi file og mon, sem þýðir minn. Það má hugsa sér þennan vin efnaðan höfðingja, sem Páll nietur mikils og væntir mikils af, bæði samúðar og skilnings, sem þá var ekki venjulegt að sýna þrælum og ófrjálsu fólki, sem fremur var talið til dýra en manna. Þarna kemur því alveg nýtt viðliorf til greina viðvíkjandi inannréttindum. Filemon er orðinn kristinn maður, og verður því að gera sér ljóst, að þræll er maður og hefur sínar sjálf-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.