Kirkjuritið - 01.12.1968, Page 43
K1 RKJ UR ÍTIB
505
ViS erum liér í hörðum skóla, Já, svo hörðum að okkur
sundlar að allt, sem yfir mannkynið gengur, skuli okkur af
forsjóninni áskapað til góðs, hvort sem menn eru vondir eða
góðir sem kallað er. Og mikla liuggun og styrk ætti það að
veita hrelldum mannsálum, að vita að það er ávallt það bezta,
sem skaparinn lætur fram við oss koma hverju sinni, livort
sem okkur þykir það ljúft eða leitt, og miðar allt að því, að
nálægja okkur guðdóminum, því skrifað stendur: ,,Þann, sem
drottinn elskar, þann agar Iiann.“ Og í daglega lífinu sjáum
við, eða þykjumst sjá — að til þess að „sumt fólk,“ sem okkur
finnst að þurfi að bæta ráð sitt á einlivern hátt, taki fram-
förum, verði það að verða fyrir því mótlæti, sem það ávallt
hlýtur að reka minni til, og því meira sem stolt og hofmóður
þess er meiri. A ég þar sérstaklega við það fólk, sem ég á
minni löngu lífsævi hef kynnst, og litið hefur smáum aug-
um á þá, sem af ýmsum ástæðum eiga við erfiðar aðstæður
að búa, enda þótt þeir hafi alls ekki staðið öðrum að baki
andlega eða líkamlega.
Og svo er að líta í eigin barm. Erum við hrifin af mót-
lætinu? Eða er okkur það ekki eins nauðsynlegt og þeim
meðbræðrum okkar, sem við erum að óska þess? Jú vissulega.
En það er liægra um að tala en í að komast, og enda þótt
niaður sjái og viðurkenni þörf okkar á mótlætinu, þá vill oft
fara svo þegar til kastanna kemur, að kjarkinn brestur. En
það er einmitt jiá, sem mest reynir á þann sanna manndóm,
og Jiá sem trúin þarf að taka við, því „trúin er sannfæring, um
það, sem maðurinn ekki sér.“
f jiessu sambandi detta mér í bug trúarofsóknirnar á dögum
Nerós og annarra rómverskra keisara, og ég spyr sjálfan mig:
Hversu margir núlifandi manna myndu beldur vilja deyja
píslarvættis-dauða eða afneita kristinni trú? Og mundi ekki
mörgum núlifandi manni fara eins og manninum í dæmisög-
unni um ríka unglinginn. Mundi ekki margur ríkismaðurinn
tárfella ef jiað kostaði hann allar lians miklu eigur að rækja
úll boðorð kristindómskenningarinnar samvizkusamlega ? Jú,
það lield ég visulega.
Og livað er svo bak við allt þetta? Til livers hlökkum við?
Eða er tilhlökkunin okkur ekki nauðsynleg? Jú, vissulega. En
nú er jiví svo farið um margan efnishyggjumanninn, að ef