Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 10

Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 10
um hver fyrir sig, og jafnframt svo raunhæft og nærtækt, að við getum fest hendur á því?“ Ég taldi þá, að Skáholt væri einna bezt fallið allra verkefna til þess að gegna slíku hlutverki. Það var talað í vakningar skyni og í bjartsýni mælt. En enginn þarf að sjá eftir því að vera bjartsýnn í Drottins nafni, jafn- vel þó að reyndin virðist verða önnur en vonin sá. Alltjent er það staðreynd, að sú eining um meginatriði, sem allir þeir, er vilja tilheyra sömu kirkju, hljóta að viðurkenna sem hugsjón og nauðsyn, köllun og helga skyldu, er ekki raunhæf né virk í áreynslulaus- um, almennum orðum, heldur í sam- eiginlegum jákvæðum átökum. Slikt tækifæri höfum vér átt þar sem Skál- holt er og eigum enn. Oss getur greint á um skoðanir, um leiðir að sama marki. En ágreiningsefni eru tímabundin. Vér trúum því saman, að kirkja dagsins stefni í aldir fram og inn í eilífðina sjálfa, svo sannarlega sem Kristur lifir og ríkir. Styðjum hver annan til nýtra verka, sem eiga að standa, þegar vér erum gengnir til grafar. „Annar kemur eftir mig sem nýtur“. Vér væntum þess og biðjum þess, að Skálholt reynist meðal áþreif- anlegra ummerkja þess, að kynslóð vor hafi byggt eitthvað það upp, sem komandi kynslóðir mega njóta, hverj- ar svo sem þeirra skoðanir verða á því, sem menn kann að greina á um nú. Hinni dýrkeyptu Jesú Kristi brúði, kristilegri kirkju Guðs á isiandi óska ég friðar og heilla af sinum unnusta. Með þessum orðum meistara Jóns sendum vér kveðju frá Skálholti söfn- uðum landsins. Friður og heill sé með þeim og oss, sem hér erum saman komnir. Hylli Drottins sé yfir oss þessa samverudaga á Skálholtsstað- Bræður kvaddir Vér kveðjum synodusár. Jafnan er margs að minnast, þegar litið er yf>r liðið starfsár. Skammt var liðið frá prestastefne fyrra árs, þegar oss bárust þau tíð- indi, að starfsbróðir á bezta aldh hefði verið kallaður héðan af heirni fyrirvaralaust. Það var sr. Skarphéð' inn Pétursson í Bjarnanesi. Hann lézt af slysförum 1. júlí. Sr. Skarphéðinn var rúml. hálfseX' tugur, fæddur í Reykjavík 11. okt. 1918- Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Pétur Zophoníasson, sett- fræðingur og hagstofuritari. Hann var tekinn í fóstur vegna veikinda móður sinnar af móðursystur sinni, Önnu, oð manni hennar, Njáli Guðmundssyni, a® Höskuldarnesi á Melrakkasléttu, oð þar ólst hann upp. Hann lauk stúd- entsprófi á Akureyri 1941 og gerðisj síðan starfsmaður á pósthúsinu [ Reykjavík um 12 ára skeið. Nám 1 guðfræði hóf hann 1953 og laul< embættisprófi vorið 1959. Næsta haus* var honum veitt Bjarnanes, þanga® vígðist hann 22. nóv. og þjónaði Þa[ síðan. Hann var settur prófastur 1 Austur-Skaftafellsprófastsdæmi 196® og þar til skaftfellsku prófastsdæmin voru sameinuð. Hann kvæntist eftirlif' andi konu sinni, Sigurlaugu Guðrúnu Guðjónsdóttur frá Hvammi í Vatnsds1 1945. Þau eignuðust 7 börn, sem eru á lífi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.