Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 12

Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 12
árið 1919 var honum veitt Setberg í Eyrarsveit og þar þjónaði hann unz hann baðst lausnar fyrir aldurs sakir 1954. Hann var prófastur í Snæfells- nessprófastsdæmi í rétt 20 ár. Eftirlif- andi konu sinni, Hólmfrfði Halldórs- dóttur, kvæntist hann 1916. Þau eign- uðust 5 börn, sem öll eru á lífi. Sr. Jósef Jónsson var gagnmerkur fulltrúi sinnar kynslóðar í prestastétt, hollur kirkju sinni í hvívetna, sam- vizkusamur frábærlega í öllum emb- ættisstörfum og mátti hvergi vamm sitt vita. Hann var glaður og reifur í umgengni, örvandi og hlýr, samúð- arríkur og viðkvæmur, hreinlyndur og vinfastur. Trú hans var einlæg og fannst það jafnan, bæði f prédikun hans og í einkaviðtölum, að þar sló heitt hjarta undir. Staðinn að Setbergi sat hann og þau hjónin með miklum myndar- og menningarbrag. Sr. Páll Þorleifsson lézt 19. ágúst, 76 ára að aldri. Hann fæddist 23. ágúst 1898 að Hólum í Hornafirði, lauk embættisprófi 1925, og var veitt- ur Skinnastaður haustið 1926. Þar þjónaði hann síðan unz hann fékk lausn frá embætti 1. sept. 1966. Hann var settur prófastur 1955, skipaður 1959. Eftir að hann lét af embætti tók hann tvívegis setningu í prestaköll ár- langt, hið fyrra sinn í Norðfjarðar- prestakalli f mikilli nauðsyn, síðara sinnið í Nesprestakalli í Reykjavík. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Elísa- bet Arnórsdóttir. Þau giftust 1930 og eignuðust 5 börn, öll á lífi. Sr. Páll Þorleifsson var mikill gáfu- maður, manna bezt máli farinn í ræðu sem riti, víðlesinn og fjölfróður, ágæt- ur starfsmaður að hverju sem hann 90 gekk, kennari frábær. Hann naut að verðleikum mikillar virðingar í héraði, svo og heimilið að Skinnastað, og í hópi stéttarbræðra var hann einn hinn Ijúfasti bróðir og minnisstæðasti. Sr. Jón Guðnason lézt 11. maí, 86 ára að aldri. Hann var fæddur 12. júIí 1889 að Óspaksstöðum í Hrútafirði, lauk embættisprófi 1915, voru veitt Staðarhólsþing 1916, Suðurdalaþing 1918, Prestsbakki í Hrútafirði 1928 og þar þjónaði hann unz hann var skipað- ur skjalavörður við Þjóðskjalasafnið 1948. Hann var kjörinn alþingismaðut Dalamanna 1926 og sat eitt þing, gegndi fjölmörgum almennum störfum, hafði m. a. á hendi stjórn Héraðsskól' ans að Reykjum í tvö ár. Kona hans, Guðlaug Bjartmarsdóttir, lifir mann sinn. Þau giftust 1915 og eiga 7 börn- Sr. Jón Guðnason var ástsæll og virtur prestur, ræðumaður góður og reisn yfir öllu fasi hans og framkomm Hann var gæddur aðlaðandi hlýju og í viðræðum hafði hann jafnan af mikiu að miðla, því athyglisgáfan var skörp og minnið frábært. Hann var einn hinn traustasti fræðimaður sinnar samtíðaf í sögulegum efnum, einkum ættfrasði- og hefur afkastað miklu á því sviði- Þessa merku bræður kveðjum véf í þakkar hug og sendum ástvinum þeirra samúðarkveðju. Guð blessi Þ® og þau. Látnar prestkonur Hinn 30. október andaðist frú Guð' björg Hjartardóttir, kona sr. JakoP5 Einarssonar, fyrrv. prófasts. Hún var hálfníræð, fædd 31. jan. 1889. i

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.