Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 14

Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 14
inn sér svo að af ber. Ég nefni að- eins brautryðjendastarf, sem hann vann fyrr á árum á sviði slysavarna- mála, og það einstaka þrekvirki, sem hann hefur unnið með forgöngu sinni um stofnun byggðasafnsins á Akra- nesi. Þar hefur ekki aðeins sagt til sín slík útsjón, árvekni og vinnuaf- köst, sem fágætt má telja, heldur og listgáfa, sem setur mark á allt, sem hann fer höndum um. Það er Akur- nesingum sæmd að þeir mátu störf hans að verðleikum svo mikils, að þeir gerðu hann að heiðursborgara bæjar- ins á sjötugsafmæli hans. Dr. Jakob Jónsson fékk lausn 1. jan. Hann er f. 20. jan. 1904, lauk embættisprófi 1928, varð þá aðstoðar- prestur föður síns um nokkurra mán- aða skeið en tók Norðfjörð 1929, fyrst settur þar, síðan skipaður. Fór vestur um haf 1934 og þjónaði söfnuðum is- lendinga í Kanada til ársins 1940, en í ársbyrjun 1941 var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík og þjónaði því kalli síðan. Konu sinni, frú Þóru Einarsdóttur, kvæntist hann 1928. Dr. Jakob hefur verið mikill at- kvæðamaður í stöðu sinni og jafnan haft athygli alþjóðar, enda svo búinn hæfileikum og þeim áhuga gæddur, að miklu sætir hvort tveggja. Um langt skeið var hann í forustu í félagsmál- um presta og vann ósleitilega fyrir stétt sína. Hann er frjór ræðumaður og stórvel ritfær og eru afköst hans í ritstörfum mikil og fjölþætt. Jafn- hliða kröfumiklum prestsskap hefur hann stundað vísindastörf og varð dr. theol. við Háskóla íslands 1965 fyrir 92 ritgerðina Humour and Ironi in the New Testament. Sr. Kristián Bjarnason á ReynivöH' um fékk lausn frá fardögum þ. á. sakit vanheilsu. Hann er f. 25. júní 1914, lauk embættisprófi í guðfræði 1947 en áður hafði hann lokið háskólaprófi 1 viðskiptafræðum. Sama ár var hann settur prestur í SvalbarðsprestakaH1 (Raufarhöfn) og veitt það kall ári síð' ar, en 1950 fékk hann veitingu fybr Reynivallaprestakalli, sem hann þjón' aði síðan. Kona hans er Guðrún Guð' mundsdóttir, þau giftust 1943. Sr. Kristján hefur átt við langvar- andi vanheilsu að stríða og hefur Þvl ekki sem skyldi getað neytt ágaetrð starfskrafta sinna og hæfileika í seinn1 tíð. Hann vann sér álit þegar í upP' hafi prestsskapar síns fyrir geðþekk^ og myndarlega framkomu í embættiS' störfum og fjölhæfni og dugnað 1 hverju sem hann lagði hönd að. Hanf1 var m. a. umsvifamikill í búsýslu hinn bezti liðsmaður í almennum mál' um sveitar sinnar. Honum og ko^ hans, frú Guðrúnu, sem fyrr og síð3r hefur staðið við hlið hans með sínu hljóðláta, holla þreki, sendum v®r bróðurkveðjur og biðjum Guð blessa þau og börnin þeirra. Öllum þessum bræðrum, sem nU hafa látið af embættisstörfum, ertJ þakkir færðar í nafni kirkjunnar. Farn' ist þeim vel á veginum fram skylduliði þeirra. Nýir prestar Átta menn bættust í hóp vígðr3 presta á árinu. Þeir eru: J

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.