Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 17

Kirkjuritið - 01.06.1975, Page 17
hefðar, óslitinnar frá upphafi, sem veriS hefur ágreiningsefni. Mörgum hefur einnig þótt það veigamikið at- riði, ýmsir hafa litið á það sem úr- slitaatriði, að hér er um að ræða ekumenískt vandamál, sem gæti orðið fil þess að dýpka bilið milli kirkju- deilda og torvelda gagnkvæma við- leifni til samstöðu, ef ekki væri var- le9a farið og af fyllsta tilliti til þess, að kristnir menn geta ekki að svo búnu skoðað þetta mál sömu augum. Sums staðar hefur hávaði andkirkju- legra stormsveita, svo og ótímabær 'hlutun stjórnvalda hleypt sótthita í umræður um málið og gert það meira °g verr vaxið en efni stóðu til. Ég hef vitaskuld fylgzt með um- r®ðum um þetta efni. Það mátti ganga út frá því, að það kæmist hér á dag- skrá fyrr eða síðar | sjálfu sér var Það gott, að það bar ekki að fyrr en Þetfa, því að öldur risa tæplega eins hátt nú í nágrenni voru og áður vegna Þessa deilumáls. Ég hef persónulega reynt að gera málið upp við mig guðfræðilega og kirkjulega og hafði ekki rök til þess að skorast undan abyrgðinni af að stíga þetta skref. Þrátt fyrir það hefði ég mátt gera það aS álitum, ef líklegt hefði verið, að kiofningur yrði í kirkjunni eða illvígar doilur af þessu tilefni. En engar líkur Voru á því. Ég ræddi málið við marga °g leitaði álits hjá stjórn Prestafélags Islands, svo og umsagnar Kirkjuráðs. Einnig ræddi ég þetta fyrirfram við v|gslubiskupa báða, sem góðfúslega fóku þátt í vígsluathöfninni. Með bessu kom fram út á við samstaða 'slenzku kirkjunnar eftir því sem við varð komið, og er það henni styrkur mikill, þegar svo má verða í máli, sem annars staðar hefur orðið kirkj- unni alvarleg þolraun. Hins er auðvit- að ekki að vænta, að slíkt spor verði stígið án þess að einhverjum þyki verr farið og uni ég því vel og met, að menn létu það skorinort í Ijós, því heldur sem þeir máttu vita, að þeir höfðu ekki sterkt fylgi á bak við sig hérlendis. Hins vegar býst ég við, að hver einn þeirra bræðra, sem þótti miður að þetta skyldi gert, hefðu í mínum sporum og að könnuðum mála- vöxtum gert hið sama og ég. Embættaveitingar Þá er að geta þessara breytinga: Sr. Rögnvaldur Finnbogason fékk veitingu fyrir Staðarstaðarprestakalli frá 1. júlí. Sr. Gylfi Jónsson fyrir Bjarnarness- prestakalli frá 1. nóv. Sr. Björn Jónsson fyrir Akraness- prestakalli frá 1. janúar. Sr. Karl Sigurbjörnsson fyrir 2. embættinu við Hallgrímskirkju í Reykjavík frá 1. janúar. Sr. Hreinn Hjartarson fyrir Fella- prestakalli í Reykjavík frá 29. marz. Sr. Jóhann S. Hlíðar fyrir embætti sendiráðsprests í Kaupmannahöfn frá 15. apríl. Dr. Einar Sigurbjörnsson, sem var settur í Hálsprestakalli, Þing., frá 1. ágúst 1974, hefur fengið veitingu fyrir Reynivallaprestakalli frá 1. júlí n. k. Sr. Páll Þórðarson fyrir Njarðvíkur- prestakalli frá 1. jan. 1976. 95

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.