Kirkjuritið - 01.06.1975, Side 26
— Hvernig var hún torskilin?
— Ja, ég á við það, að ég kom
þarna með því hugarfari, að ráð-
stefnan væri fyrst og fremst kristin. —
En þessar myndir juku skilning
minn þannig, að mér varð Ijóst, að
vissulega er full þörf á, að kirkjan
reyni að hafa áhrif á val og jafnvel
framleiðslu sjónvarpsefnis, annars en
þess, sem er til beinnar boðunar eða
kennslu í kristnum fræðum. Rómversk-
kaþólskir hafa skilið þetta mjög vel.
Ég kynntist þarna t. d. mjög merki-
legum manni, Parkinson að nafni, sem
starfaði hjá BBC í 30 ár, en var
kaþólskur. Og þeir kaþólsku eru nú
búnir að ráða hann til sín. Hann sagði:
„Það, sem þarf að gera, er að koma
kristnum mönnum að við fjölmiðlana."
Þrjú hundruð og tuttugu metrar
af brauði
Þessu næst var fjallað um tilraunir
með tilbeiSslusiði eSa guSsþjónustur.
Þar fékk engin mynd fyrstu verðlaun,
en mynd af rómversk-kaþólskri jóla-
messu hlaut viðurkenningu. Hún var
tekin um síðustu jól í svissnesku þorpi.
Hún var í litum, tekin í lítilli kirkju.
Presturinn, sem messaði, var þarna á
mótinu, ungur maður, varla þrítugur.
Það var óvanalegt við messuna, að
hann hafði hóp af „popptónlistarfólki“
með sér í staðinn fyrir organista og
kór. Hann tónaði ekki, en öll svör voru
flutt í einhvers konar ,,popptóni“.
Þarna var þó ekki um að ræða hávaða-
sömustu ,,popptónlist“, heldurvar hún
fremur í þjóðlagastíl.
Mér leizt ekkert á þetta framan af,
en það sótti á, og ég var farinn að
kunna vel við það undir lokin. Messan
var fremur löng, stóð líklega klukku-
stund og stundarfjórðung. Ég minntist
á þessa messu við nokkra kaþólikka,
sem voru þarna, og þeir hristu bara
höfuðin. Þeim leizt ekkert á.
Önnur furðuleg mynd var sýnd
þarna. Hún hét: „320 metrar af brauði
og 250 lítrar af víni.“ Þessi mynd vaf
þýzk og gerð af lútherskum rnönnum-
Um hana hef ég skrifað þetta hjá mér:
„Furðuleg samkoma". Hún fór fram
í lútherskri kirkju í Hamborg. Söfnuð'
urinn var fólk á öllum aldri. Ég áætlS’
að það hafi verið um 500 manns. ÞV1
var skipt í hópa, og þar léku menn
sér, fengu að tjá sig á þann hátt, sem
þeir vildu. Sumir máluðu á veggi, sem
áður höfðu verið þaktir pappír. Aðrir
klipptu myndir, sumir dönsuðu, sumit
blésu sápukúlur. Það gerði einn uppi 1
predikunarstólnum. Síðan var sungið’
og þar næst kom svo það furðulegm
þrjú hundruð og tuttugu metrar ^
franzbrauði og tvö hundruð og fimmtí^
lítrar af víni. Þessu var útdeilt, eftir a®
innsetningarorðin höfðu verið lesin o9
fleiri ritningarorð. Þá var alveg hljóÖ-
Brauðið var borið inn í stórum hleif-
áþekkum meðal hjólbarða. Hann vaf
síðan tættur í sundur og stykkin rét*
frá manni til manns. Allir bekkir höfðu
verið fjarlægðir úr kirkjunni, svo
menn sátu bara í hópum á gólfinu hér
og þar. Síðan var borin inn heljarstór
flaska, helt úr henni í litlar karöfluroð
úr þeim í pappamál handa öllum hópn'
um. Loks endaði svo allt með einuh1
allsherjar hallelújasöng.
Þetta var mjög furðulegt. Ég rsedd'
það við ýmsa og þeir hristu nú höfnð
in, en voru þó á því, að þetta v3®rl
104