Kirkjuritið - 01.06.1975, Side 64

Kirkjuritið - 01.06.1975, Side 64
Frd tíðindum heima Fréttabréf frá Prestskvennafélagi íslands Þann 24. júní 1975 var 19. aöalfundur Prestskvennafélags íslands haldinn á prestssetrinu Skálholti. í upphafi fund- ar var sunginn sálmurinn „Fögur er foldin,“ en því næst las formaður fé- lagsins, frú Rósa Björk Þorbjarnardótt- ir, ritningarkafla úr Lúkasarguðspjalli. Var síðan tekið til aðalfundarstarfa með hefðbundnum hætti. Ritari, Anna Magnúsdóttir, las upp fundargerð síð- asta aðalfundar, er fundarkonur sam- þykktu, og formaður flutti skýrslu um starf félagsins. Var þar einkum getið hins norræna móts prestskvenna, er félagið hafði veg og vanda af sumarið 1974. Kvað formaður mótið hafa tekizt með ágætum, enda hefðu erlendir gestir rómað mjög móttökur hér á landi. Þá var og getið kvöldvöku þeirr- ar, sem félagið efndi til í húsakynnum Bústaðakirkju á útmánuðum. Var fyrr- verandi prestum og konum þeirra boð- ið þangað ásamt prestsekkjum. Prests- konur úr Reykjavíkurprófastsdæmi gáfu kökur til veitinga á þeirri sam- komu, en konur úr Bústaðasókn veittu kaffi og gengu um beina. í skýrslu sinni ræddi formaður enn- fremur nokkuð um lög félagsins og varpaði fram spurning um, hvort ekki mundi tímabært að endurskoða þau, 142 beindi síðan nokkrum orðum til félags' kvenna í Rangárvallaprófastsdæmi, e< annast skulu undirbúning næsta aðal' fundar, og minntist loks látinna prestS' kvenna. Er skýrsla formanns hafði veh® rædd, las gjaldkeri félagsins, frú As' laug Sigurbjörnsdóttir, reikninga. þar fram, að nokkur hagnaður haf®1 orðið af hinu norræna prestskvenns' móti. Á fundinum var ákveðin hækkun f® lagsgjalda, og eru þau nú kr. 500 3 ári. Jafnframt var svo ákveðið, að f® lagskonur, sem náð hefðu 70 ára aldrl skyldu frá og með þessu ári vera heiðursfélagar og ekki greiða árgjö^' Að venju kynntu allar viðstaddar konur sig í heyranda hljóði, en síð03 vargert fundarhlétil kaffidrykkju. Þá9l' fundarkonur þá kaffiveitingar hjá Öo(][> Magnúsdóttur í Skálholti. Að kaffihléi loknu sagði frú Ingibjd^ Þórðardóttir frá norræna prestskvenn3 mótinu, en hún var ein þeirra kvenn3, er sátu í undirbúningsnefnd þess. frásögn hennar afar fjörleg og ^ mestu ágætum, enda gerðu fundnr konur góðan róm að. Við stjórnarkjör urðu nokkrar brey ingar á stjórn félagsins. Þær Ásla 1

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.