Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 23

Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 23
sem gáfu tilefni til frjórra umræðna. Voru þau í styttu formi einnig flutt 1 útvarpi en þyrftu og að komast á Prent. Báðar þessar tilraunir, námsskeiðið °9 ráðstefnan í Skálholti, mega teljast úl beztu atburða í kirkjulífi liðins árs °9 ára og er enn Ijósara en áður að fenginni þessari reynslu, að kirkjan Þ^rf að halda slíkri viðleitni áfram. Heilsugæzla kirkjunnar ^iðfangsefni þessarar prestastefnu er sálgæ2|a. Ég ætla með hliðsjón af því að Ijúka þessum orðum mínum með Því að vitna í hið gagnmerka erindi, Sern Haraldur Ólafsson, lektor, flutti a Skálholtsráðstefnunni. Þar segir ^nn: ,,Sú þjónusta, sem kirkjan veitir msð henni (sálgæzlunni) er svo viða- ^ikil, einkum í þéttbýli, að væri hún reiknuð eftir töxtum annarra hjálpar- °9 heilbrigðisstofnana, næmi það ó- Srnáum upphæðum. Um það eru ekki i'l neinar beinar tölur, hve mörgum skilnuðum prestar afstýra. Þá er ekki eldur vitað nákvæmlega um, hve rnar9ir það eru árlega, sem vegna ynirg reiðslu og sálgæzlu presta, s ePpa við að fara á hæli eða lenda í v^ndrseSum. Mér virðist, að hér sé ar|nið starf, sem engin leið er að meta, vorki er varðar sparnað fyrir ríkissjóð ne til heilla almenningi". ^v° lét hann um mælt. Honum var i kunnugt um, hvað yrði til umræðu á þessari prestastefnu. En orð hans minna á, að það er ekki lítilvægt mál- efni. Og þó að prestar ræði það hér í sinn hóp og þá í því skyni að treysta tök sín á þessum ómetanlega þætti í starfi sínu, þá er hér ekki um að ræða neitt einkamál prestanna, það varðar þjóðarheild, þjóðfélag, og varðar miklu. Og ég vil bæta því við, að sál- gæzla kristinnar kirkju er víðtækt hug- tak, þó að hér verði um það fjallað í afmarkaðri merkingu. í rauninni spenn- ir það yfir allt starf kirkjunnar. Sé það rétt og víst, að einkasálgæzla kemur í veg fyrir áföll og áverka og slysfarir á vegum mannlífsins langt um það fram, sem tölum verði talið, þá er hitt jafnöruggt, að guðsþjónustan, boðun- in, bænin, tilbeiðslan, sá æðasláttur þess lífs, sem með kirkjunni býr, sá andardráttur andans, sem sogar heils- una inn í líkama hennar, hefur áhrif til blessunar, sem enginn mælir. Sú beina og óbeina andlega heilsugæzla, sem kirkjan lætur í té, þau fyrirbyggjandi áhrif og jákvæða þroskahvöt, sem hún veitir með helgihaldi sínu og safnaðar- lífi, ristir dýpra og sætir meiru frá sjón- armiði almennrar velferðar en margar þær ytri ráðstafanir góðar og gagn- legar, sem sjálfsagðastar þykja í vel- ferðarþjóðfélagi nútímans. Mætti þjóðin skilja það betur. Mætt- um vér, bræður, sjá það heilum aug- um og með bjartri, þakklátri gleði. Prestastefnan 1976 er sett. 101

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.