Kirkjuritið - 01.06.1976, Qupperneq 24
Trú og líf á landi og sjó
Síðari hluti þáttar um Jóhannes Sigurðsson
og kristilegt starf meðal sjómanna.
II. hluti.
Forsagan og síra Oddur
Sjómannastofan í Reykjavík var opnuð
15. ágúst árið 1923. Hún var fyrst til
húsa í tveim herbergjum á Vesturgötu
4. Starfslið var Einungis Jóhannes og
systir hans, Svandís.
Ekki er svo að skilja, að kristilegt
starf meðal sjómanna hafi verið með
öllu óþekkt hér á landi fyrir daga þess-
arar stofu. Forsagan er raunar hvergi
skráð til hlýtar, en helzt er hennar
að leita hjá Jóhannesi. í Prestafélags-
ritinu er geymt erindi, er hann flutti
á synodu árið 1930. Það fjallar um
kirkjulegt starf meðal sjómanna. Þar
segir frá upphafi og fyrstu þróun
starfsins, fyrst í Englandi, síðar í
Norður-Ameríku og á Norðurlöndum.
Bretar hefjast handa þegar árið 1818.
Þá er stofnað félag í Lundúnum, er
einkum skyldi sinna farmönnum í er-
lendum höfnum. Á Norðurlöndum urðu
Norðmenn fyrstir til árið 1864, að frum-
kvæði Stórjohanns, sem fyrr hefur
nefndur verið hér í ritinu. Mun hann
raunar hafa komið til íslands í erind-
102
um norska sjómannastarfsins árið
1905.
Færeyinga getur Jóhannes einnig
og segir svo um þá: „Færeyingar eru
minnsta þjóðin á Norðurlöndum. ÖM
þjóðin er aðeins 25 þúsundir. Höfuð-
staðurinn, Þórshöfn, hefir 2700 íbúa.
Þar hafa þeir reist myndarlegt sjó-
mannaheimili. Það var vígt 13. maí
1923, og kostaði 115 þúsund krónur.
Þar að auki senda þeir tvo menn hing-
að til íslands á hverju ári, meðan
fiskifloti þeirra er við íslandsstrendur,
til þess að starfa á meðal fiskimanna.
Starfar annar á vetrarvertíðinni 1
Reykjavík, og hinn á Austurlandi a
sumrin.
Síðar er svo að því vikið, hvað ÍS'
lenzka kirkjan og íslenzka þjóðin hafi
gert fyrir sjómenn í þessu efni. Þar et
síra Odds Gíslasonar fyrst getið. Hann
er sá, er einna fyrstur manna hér a
landi ber brennandi umhyggju fyrir sj°'
mönnum og allri velferð þeirra, svo að
segja má, að hann helgi þeim starfs-
krafta sína öðrum fremur. Vitnar Ja'
hannes einkum til „Sæbjargar", s\°'