Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 30

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 30
höfn úr höfn og að jafnaði haldnar tvær samkomur á dag. Eliesersöngur- inn, „Velkommen alle her ombord", er því orðinn liðlega fertugur og held- ur þó enn velli. Trúlega munu fáir þeir, sem um- gangast Jóhannes á hversdögum, gera sér Ijóst, hversu kunnur maður og virt- ur hann er bæði í Noregi og Færeyj- um. Aftur á móti fær þetta ekki dulizt, þegar farið er að hnýsast í fórur hans. Þar tala kveðjur og annað sínu máli. Og sem við nú sitjum þar í stofunni og drekkum svikalaust sterkasta og bezta kaffi, heyrist þar fyrr en varir norsk rödd og síðan hressandi söng- ur við harmóníkuspil. Það er Ivar Gamman, einn af forvígismönnum norska heimsstarfsins fyrir sjómenn, sem flytur Jóhannesi og frú Steinunni Þorvarðardóttur ávarp, þakkar þeim, hversu þau hafi fyrr og síðar opnað heimili sitt fyrir starfsmönnum norska sjómannastarfsins og veitt þeim hvers kyns aðstoð og fyrirgreiðslu og ávallt án alls endurgjalds. En jafnframt minn- ist hann þess einnig, að Eliesersöng- urinn var um árabil sjálfsagður upp- hafssöngur á samkomum þeim, sem efnt var til fyrir sjómenn með Noregs- ströndum. Ávarpinu fylgir síðan Elies- ersöngurinn, svo sem hann var sung- inn um borð í Elieser fjórða fyrir ein- um ellefu árum. Vitjing frá Island — Það var eins og að koma heim að koma til Bergen, segir Jóhannes. Hann segir, að þau hafi fengið þessa kveðju í tilefni af 50 ára afmæli Sjó- 108 mannaheimilisins á Siglufirði og 10 ára afmæli heimilisins á Seyðisfirði. Þau hjón hafa oft verið á ferð er- lendis, og engin tök eru á því að rekja hér allan ferðaferil Jóhannesar allt frá því að hann fór í fyrsta sinni til Hafnar til að nema litmyndaprentun árið 1915. Sú ferð mun raunar í frásögur færandi, því að Bretar hertóku skipið á leið- inni, héldu, að farmur þess vseri sprengjur. Og þegar kom til Hafnar, voru ekki nema tvær krónur í budd- unni. Þá var fastað í sjö daga, unz góðir vinir frá íslandi réttu hjálpar- hönd. Og loks kom svo síðbúinn styrk- ur frá íslandi, styrkur, sem Tryg9vi Þórhallsson hafði útvegað frá Alþingi- Og nú er ekki nema ár frá því ÞaU Steinunn og Jóhannes komu úr síð' ustu Noregsreisunni. Við Jóhannes sátum saman brúðkaup fyrir ári. Þa voru þau á förum til Noregs næsta dag, boðin á hátíðastefnu, sem haldin var í tilefni af 95 ára afmæli heiina- starfsins fyrir sjómenn. Jóhannes átti að sjálfsögðu að flytja þar ræðu. 09 Ivar Gamman hafði ekki látið undir höfuð leggjast að kynna gestina. 1 vikublaði sjómannatrúboðsins, ,,F|SÍ<~ erens venn“, hafði nokkru áður birz* hálfrar síðu grein með fyrirsögniunl „Landsskjærgardsstemna — Vitjing ira lsland.“ Þar eru vinir Jóhannesar, bæði þeir, er komið hafa til íslandS' og svo hinir, sem sungið hafa ElieS„ ersönginn um áratugi, gladdir me þeirri fregn, að þeir muni fá að sJa hann og heyra á stefnunni í skerja garðinum. Síðan er ferill hans rakinm borið mikið lof á hann fyrir starf hans allt og fórnfýsi þeirra hjóna beggJ3 og endað með svofelldum orðum:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.