Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 33
SÍRA MAGNÚS GUÐMUNDSSON, fyrrv. prófastur:
Kynni mín af trúuðum sjómönnum
Ég var í 40 ár sóknarprestur í þorpi,
Par sem aðalatvinnuvegur manna var
sJ°sókn og fiskvinnsla. Eins og gefur
skilja kynntist eg því vel mörgum
sJomanni, hugsunarhætti þeirra, trú og
rórækni. Ég átti tal við þá, þegar eg
Purfti að vinna fyrir þá prestsverk,
Klra og ferma börn þeirra og jafnvel
9'fts þau. En bezt kynntist ég sjómönn-
Unum á sorgarstundum, er dauðsföll
Urða a heimilunum, og eins er sjóslys
Uröu- Eins og flestir munu vita, eru
^rfiðustu prestsverkin, sem oss prest-
rn eru falin, að kynna eftirlifandi að-
a aadendum lát kærra ástvina. Ég varð
drei var við annað, þegar svo bar
f Cnr’ ea að ástvinirnir tækju sorgar-
Je9nunum með undirgefni undir Guðs
s Ja °9 í öruggu trausti til hans. Það,
aSallega einkenndi trúarlíf sjó-
mannanna, kvenna þeirra og barna,
var traustið á föðurforsjón Guðs og
heilagri handleiðslu hans.
Ég hafði kynnzt sjómönnum á Snæ-
fellsnesi allmikið, áður en eg varð
sóknarprestur þeirra. Ég var fjórtán
ára, þegar ég kom til Ólafsvíkur. Ég
var þar í 2Vz ár hjá móðurbróður mín-
um, síra Guðmundi Einarssyni. Hann
kenndi mér og nokkrum jafnöldrum
mínum undir gagnfræðapróf. Ég var
við nám hjá honum á veturna, en á
sumrin var ég við sjóvinnu. Sumarið
1911 reri ég á litlum báti frá Ölafsvík,
en sumarið 1912 var ég á skakskútu,
sem gerð var út frá Patreksfirði. Þetta
var lítil seglskúta, sem hét Lúll. Skip-
stjórinn átti heima á Brimilsvöllum á
Snæfellsnesi, og stýrimaður og allir
hásetarnir voru Snæfellingar.
111