Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 38

Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 38
felli talið fremur en hitt: Ég er farinn að halda, að mér og viðmælanda mín- um beri svo mikið á milli um lífs- skilning eða reynslu (upplifun) tilver- unnar, að engu er líkara en við lifum í tveimur heimum. Ég áræddi í „Svari“ að skírskota til þriggja skálda, og var hið fyrsta ís- lenzkt, en hin síðari tvö úr grannlandi. Ég vissi í sannleika ekki betur en ég þarna hefði farið nærri marki og dreg- ið fram dæmi um lífsviðhorf fjölda nú- tímamanna, kristallað í þremur ein- staklingum. Sjálfur hef ég eins og gengur verið hallur undir ýmsar skoð- anir gegnum árin. En sama var, hvar ég stóð: Ævinlega voru mér þessi skáldin þrjú og þeirra líkar óvenju efalaus dæmi um menn, sem skynjuðu kvikuna í sál samtímans, ef svo má að orði kveða. Ég hélt í hreinskilni sagt, að heimurinn í dag væri að verulegu leyti eins og hann er að finna í lýs- ingum þeirra og áþekkra meistara. Þetta hef ég álitið í meira en tuttugu ár. Nú svarar sr. Kristján Róbertsson þessari skírskotun minni með eins konar axlaypptingu: Hvers vegna hefur list þessara manna aldrei orðið meiri almenningseign en hún var og er, fyrst þeir túlkuðu samtíð sína svona vel? „Skildu þeir samtíðina e. t. v. betur en samtíðin sjálf?“ — Síðan tekur sr. Kristján til við að gefa skáld- um einkunnir: Steinn Steinarr hafði „talsverð áhrif á ýmsa á sinni tíð.“ Ég verð að játa, að andspænis víð- sýni af þessu tagi verður mér orðfátt. Meðal annars hélt ég það væri al- kunna, að oft hafa einstaklingar skilið samtið sína betur en samtíðin sjálf. Trúlega hefði margt farizt fyrir í sögu manna, er til skilnings og framfara horfði, ef ekki hefðu verið slíkir menn, Hitt var mér og með öllu ókunnugt, að list Ingmars Bergmanns ekki væri almenningseign. Hefur ekki mann- herfan farið sigurför um öll Vestur- lönd og einnegin troðið sér inn á hvert heimili í margskiptum sjónvarpslang- lokum? — Steinn Steinarr hafði „tals- verð áhrif á ýmsa á sinni tíð.“ Ég hélt hann hefði um árabil verið ófrægður sem háskalega tilþrifamikill upphafs- maður nýrrar Ijóðagerðar á íslandi, en síðar vegsamaður fyrir hið sama. Gæti ég sem hægast vitnað í ýmsa, sem fróðari eru um bókmenntir og áhrif þeirra en við sr. Kristján báðir til sam- ans, þessu til staðfestingar. Nóbelsverðlaunahöfundurinn Pár Lagerquist sleppur einna bezt úr hönd- um sr. Kristjáns. Hann er sumsé tæp- ast nefndur á nafn, — á þó sem fyrr greinir eina gjöf ásamt hinum: List hans er ekki almenningseign að ráði- llla hefur sænsku Akademíunni skotizt, er hún hóf svo frægðarlausan mann úr lægingu og setti hann á bekk með helztu ritsnillingum aldarinnar. Það er hér sem ég fer alvarlega að efast um, að þessi umræða hafi nokkra merkingu lengur, — já merkingu. Hún virðist ekki aðeins vera tilgangslaus, heldur einnig merkingarlaus. Nú gæti ég hafið einn langhundinn enn, til stuðnings skáldum mínum þremur smáum. Úr því talið berst að „almenningseign", væri ekki úr veg' að reyna að spjalla eitthvað um kvik- myndir þær, sem vinsælastar verða síðustu árin. Þar er mannfyrirlitninð uppistaðan, en ívafið ofbeldi og kyn- 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.