Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 45
fram komið. Það hreinsar andrúms-
loftið og skýrir línur, sem teknar voru
aS dofna. Sú hreinsun er holl, — jafn-
Vel þótt hún virðist bitna á umburðar-
'yndinu í svip.
. Hitt vil ég leggja þunga áherzlu á:
Ofriður, sem af þess konar tiltektum
leiðir, skyldi aldrei fá leyfi til að valda
Varanlegum klofningi eða vinslitum
^iili kristinna bræðra. Ég hef þegar
einu sinni í skrifum þessum sýnt, að
ITler er sáttfýsi eiginleg, — jafnvel í
otírna. Og ég er sem fyrr öldungis
sannfærður um, að hörð átök eru ekki
andstæða raunverulegs umburðar-
yndis, heldur þvert á móti forsenda
Þess, sbr. það, sem ég að framan
Sa9ði um hreinskilnina: Að leikslok-
Urn vitum við betur en fyrr, hvar við
stöndum hver um sig og eigum hægara
^e® Það en nokkru sinni að virða við-
°rf og persónuleika annarra manna.
ætla umburðarlyndið eiga sér
nuklu háskalegri óvin en hressandi
s orrnhryðjur stundarátaka. Þessi óvin-
Ur er langræknin. Hún er þögul, beizk
e9 ill. Og hún nærist á því eitri, sem
ryPur í skúmaskotum lognmollunnar.
v. ^yldum við ekki þekkja þennan ó-
ln allir saman, íslenzkir kirkjumenn?
hæri °kkur ekki hollast að gjalda var-
u9a við honum? Sneiðar og dylgjur,
^ ar örvar nálbrýndar, endalaus við-
uV®mnin, — þetta allt grefur undan
m urðarlyndinu í miklu ríkari mæli
n uokkuð annað.
ef^°kumst því á, — af öllum kröftum,
he Verkast vill. En tökumst síðan í
0Ur, í fullri einlægni alsáttra
___anna- Þá munu ,,rétt gjöld goldin",
ög Urnburðarlyndinu, ekki síður en
rurn mannlegum dyggðum.
VII.
Að endingu þakka ég sr. Kristjáni
Róbertssyni samræðuna. Hún hefur
verið ánægjuleg, sé hún borin saman
við margt það annað, er á daga mína
dreif undanfarin misseri.
Jafnframt þessu lýsi ég orðum lokið
af minni hálfu að sinni. Ég efa ekki,
að grasgarður íslenzkrar kirkju rúmar
heimana okkar sr. Kristjáns beggja.
Hvorugur okkar mun hafa ætlað að
stugga hinum né nokkrum öðrum úr
svo ágætum bithaga. Trúlega hæfir
okkur bezt að naga sinn blettinn hvor.
Þó skal sú von enn áréttuð, sem látin
hefur verið í Ijósi í þessu máli, að við
megum skilja hvor annan um síðir. En
sennilega er umræða okkar nú komin
á það stig bróðernis, að vænlegast
væri að halda henni fram í færri manna
viðurvist. Þó fel ég sr. Kristjáni það
óhræddur að eiga síðasta orðið á
þessum vettvangi, ef hann óskar þess.
Ég vænti góðs eins úr hans hendi
héðan í frá.
Skylt er að lyktum að geta þess, að
nú er það fram komið í þessu riti, er
gerir greinar mínar fyrr og síðar næsta
léttvægar. Tel ég því minni ástæðu en
fyrr til að hafa mig í frammi. Ritgerð
dr. Einars Sigurbjörnssonar er ræki-
legri stuðningur við Guðs erindi en
lengi hefur sézt á íslandi. Mun ég nú
halda að mér höndum um hríð, —
nema hin „skelegga sveit" upphefji
jafn magnaða aðför að dr. Einari og
hún í fyrra gerði að mér. En til þess
tel ég litlar líkur.
Með beztu kveðjum.
Heimir Steinsson.
123