Kirkjuritið - 01.06.1976, Qupperneq 52
SR. JÓN E. EINARSSON, Saurbæ:
Minning:
Séra
EinarGuðnason,
prófastur
í Reykholti
„Verið ávallt glaðir vegna samfélags-
ins við Drottin, ég segi aftur: verið
glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt
öllum mönnum. Drottinn er í nánd.
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur
gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunn-
ar Guði með bæn og beiðni ásamt
þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er
æðri öllum skilningi, mun varðveita
hjörtu yðar og hugsanir yðar í sam-
félaginu við Krist Jesúm." (Fil. 4:4—7).
Þessi orð Páls postula voru uppá-
halds- og eftirlætisritningarorð vinar
míns og fermingarföður, séra Einars
Guðnasonar. Þessi Ritningarorð stóðu
hjarta hans næst. Þau féllu vel að lífs-
skoðun hans og túlkun á kristinni trú,
kristinni von, kristnu lífi. Hann boðaði,
að kristinn maður ætti ávallt að vera
glaður, ekki vegna eigin verðleika,
heldur vegna samfélagsins við Drottin,
þann Guð Ijóssins og kærleikans, sem
ávallt er í nánd mannsins, heynr
hverja bæn hans, styður hann og leiðii"
í lífinu og opnar honum sfna eilífu
arma í dauðanum.
Séra Einar var boðberi hinnar björtu
og glöðu trúar, þeirrar trúar, sem veit
og finnur, að maðurinn er Guðs barn-
Og hann lét oft svo ummælt, að ekkert
gæti guðsbarnið þráð meira en
lifa glaður í samfélaginu við Guð
vera höndlaður af hans heilaga vilja-
Sjálfur vissi hann sig vera höndlaðan
af Guði og eiga yfir sér kærleika hans
og föðurvernd. „Vér erum í eilífri vernd
föður vors á himnum“, segir hann 1
prentaðri ræðu. Þá föðurvernd og kasr'
leikans handleiðslu boðaði hann
sóknarfólki sínu, ekki sízt á sorgar- oð
130