Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 64
sjálfan sig sem skapara og endur-
lausnara.
Faðirinn er uppruninn, sem hefur
skapað alla hluti í syni sínum fyrir heil-
agan anda og vinnur að því að safna
öllum til sín í syni sínum fyrir heilagan
anda (Jóh. 1.1—14; 3.1—21; 12.32;
Ef. 1.3—14; Kól. 1.9—23).
2.1.5. Biblían
Biblían er safn rita hins gamla og hins
nýja sáttmála. í henni er oss mönnum
birt ætlun Guðs með veröldina og sýnt,
hvernig Guð vinnur að framgangi þeirr-
ar ætlunar.
Þungamiðja Biblíunnar er Jesús
Kristur. í honum framkvæmdi Guð
ætlun sína eins og hann hafði heitið
fyrir munn spámannanna og vann með
lífi, dauða og upprisu Jesú Krists það
verk, sem eitt nægir mönnum til hjálp-
ræðis.
Biblían er þess vegna saga Jesú
Krists. Gamla testamentið flytur oss
fyrirheitið um hann. Nýja testamentið
greinir frá uppfyllingu þess fyrirheits.
I þeirri uppfyllingu er oss veitt fyrir-
heitið um nýjan himin og nýja jörð,
sem verði við endi aldanna, þegar Guð
skapar allt að nýju, Jesús kemur aftur
til að dæma. Þá verður öllu hismi eytt,
allt myrkur lýst upp með Ijósi hans og
dauðinn að engur gerður.
2.1.6. Kirkjan
Kirkjan er söfnuður þeirra, sem játa
Jesúm Krist sem Drottin og frelsara.
Þeir hafa fyrir skírnina hlotið pant arf-
leifðar himnanna og rækta gjöf skírn-
arinnar með því að rækja guðsþjón-
ustu safnaðarins, þ. e. heyra orð Guðs
og neyta heilagrar kvöldmáltíðar, og
með því í lífi sínu að láta Jesúm Krist
ummynda veru sína til myndar hans.
2.1.7. Eining kirkjunnar
Eining kirkjunnar er eining í játningu-
Einhuga játa allir kristnir menn Jesúm
Krist sem Drottin og frelsara.
Eining er ekki einhæfni. Innan kirkju
Krists ríkir fjölbreytni og frelsi, en sér-
hverja kenningu og breytni verður að
meta í Ijósi þeirrar opinberunar, sem líf
og kenning kirkjunnar byggir á.
Sé afleiðing trúartúlkunar sú, að hún
stenzt ekki í Ijósi opinberunarinnar, Þa
getur viðkomandi túlkun ekki borið
kristið nafn, og á hver það við eigih
samvizku, hvort hann vill telja sig {il
kristins safnaðar, þegar hann vei*
skoðanir sínar ganga í berhögg við
kristna trú.
2.2. Um innihald kristinnar trúar
2.2.1. Grundvallarsjónarmið
Kristin trú byggir á opinberun Guðs
sjálfs til lýðs síns. Kirkjan játar Guð
sem skapara himins og jarðar, sem i
Jesú Kristi hefur endurleyst oss og
kallar oss í heilögum anda til einingar
við sig. Kristinn maður lifir þess vegha
í vitundinni um náðugan Guð, gjafara
allra góðra hluta. Guði þjónar hanm
Guð vegsamar hann, Guði þakkaf
hann, Guði hlýðir hann.
2.2.2. Um sköpunina
Guð er skapari himins og jarðar. All,r
hlutir eiga upphaf sitt í honum, en taka
ekki eðli frá sjálfum sér eða frá ®in'
142