Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 5

Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 5
I GÁTTUM Tímamót mikil virðast nú vera í kristniboðsstarfi og kristni- boðssögu. Postular Jesú Krists litu á öld sína sem endi tím- anna. Hið sama ber kristnum mönnum enn að gera og lifa svo bvern dag sem væri hann síðastur. [ lok bréfs síns til Rómverja gerist Páll postuli raunar spámaður. Hann ræðir um leyndar- dóma í ráðsályktun Guðs: Guð hefur ofurselt alla menn óhlýðn- lnni, til þess að hann geti miskunnað þeim öllum. Og þar eru Gyðingar ekki undanskildir, ,,því að ekki iðrar Guð náðargjafa sinna og köllunar11. En forherðing er komin yfir nokkurn hluta aí Israel, unz heiðingjar eru komnir inn með tölu. En þá mun ajlur ísrael frelsaður verða. Róm. 11,25—32. Þannig verða þá binir fyrstu síðastir, en hjálpræðisdag eiga þeir í vændum. ^erður hin nýja öld sá dagur? þv‘ svarar Guð einn, er spádómar rætast. En hingað til lands k°ni snemma á þessum vetri gestur, sem boðað hefur kristni jpeðal Gyðinga í Gyðingalandi nærri fjóra áratugi, lifað þar öll Pau miklu tíðindi, er þar hafa gerzt, frá því á þriðja tug aldar- 'nnar. Ekki er kunnugt, að neinn kristniboði af þeim slóðum na^i komið til íslands fyrr. Dr. Aili Havas, sem hér var á ferð, Var einn fyrsti vorboði hinnar nýju aldar, ekki aðeins á íslandi, J®ldur og í ísrael. En koma hennar til íslands er spurning og ^ðllun til vor, íslendinga: Kjósum vér að flýta frelsun ísraels? ráum vér hjálpræðisdag hinna síðustu? ’>Nemið líkinguna af fíkjutrénu,11 sagði Jesús. „Þegar greinin á Því er orðin mjúk og fer að skjóta út laufum, þá vitið þér, að SlJmarið er í nánd.“ Matt. 24,32. 243

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.