Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 9
!ands í Paradís." Svo skrifaði hún að
sögn Ölafs. Og væri hún spurð, hvers
vegna hún hefði setzt að í Palestínu,
svaraði hún jafnan: „Ég vildi verða
sjónarvottur þess, að Drottinn efnir
heit sín. Feðrum Gyðinga hét hann
Þessu landi til ævarandi eignar. Sök-
um kærleika míns til lands Biblíunnar
búsetti ég mig hér.“
Þegar hrjáðir flóttamenn tóku að
flykkjast til landsins að lokinni heims-
styrjöldinni síðari, var Hilda Anders-
son þar fyrir, sem fleiri, og veitti lið
eftir mætti. En í byrjun árs 1948 var
orðið svo ófriðlegt í landinu, að flestir
erlendir borgarar kusu að halda brott.
ke9ar ijóst var orðið, að hið nýja
Israelsríki yrði stofnað, ærðust hermd-
srverkaflokkar Araba og hrundu af
stað blóðugri ógnaröld. Bretar höfðust
iítið að annað en hefta varnir Gyðinga.
^aenski sendiherrann í Palestínu krafð-
lst þess, að Hilda Andersson hyrfi
heim. Henni var það þvert um geð, og
svo fór, að hún varð strandaglópur.
^ún komst ekki í tæka tíð um borð í
f|ugvél þá, sem hún átti að fara með
heimleiðis. Og Ólafur endar sögu sína
af henni á þessa leið: „Hún sneri aftur
fil Jerúsalem. „Hér verð ég, hvort sem
Mfi eða dey,“ skrifaði hún til Sví-
þjoðar, „og vinn þessu landi það gagn,
sem ég má. Lífi mínu fórna ég fúsum
vi|ja, verði þess krafizt í baráttunni
fyrir frelsi landsins."
! Þeirri baráttu lét hún líf sitt, mán-
u®i eftir að þetta síðasta bréf hennar
Var skrifað. En hún lifði það að sjá
®fndir fornra fyrirheita og vitnaði títt
'i spádóms Sakarja: „Svo segir Drott-
!?2 þersveitanna: Sjá, ég mun frelsa
lýð
minn úr landi sólarupprásarinnar
og úr landi sólsetursins, og ég mun
flytja þá heim, og þeir skulu búa í
Jerúsalem miðri.“
— Og gestakoma
Grein Ólafs er trúlega hið fyrsta, sem
ritað er að ráði á íslenzku um hlut-
skipti Gyðinga frá kristnu sjónarmiði
og órætt fyrirheit, er þeir eiga í Biblí-
unni. Að sjálfsögðu var honum kristni-
boðið ofarlega í huga. Því nefnir hann
Hildu Andersson. Kunnugt var honum,
betur en öðrum hér á landi, um nor-
rænt kristniboð meðal Gyðinga í Aust-
ur-Evrópu, og efalaust var honum vel
Ijóst, að ný kristniboðsöld hlaut að
hefjast við „heimkomu Gyðinga."
Þá er næst frá því að segja, og það
er tilefni þessarar ritsmíðar, að góðan
og næsta fágætan gest bar að garði
íslenzkra kristniboðsvina snemma á
þessum vetri. Sá gestur kom frá Finn-
landi, en hefur þó alið aldur sinn löng-
um meðal Gyðinga í Gyðingalandi.
Tildrög þessarar gestakomu voru þau,
að tveir íslendingar sóttu í sumar, er
leið, mót norrænna kristniboðsfélaga,
er einkum leggja stund á kristniboð
meðal Gyðinga. Meðal borðnauta ís-
lendinganna á mótinu voru tvær roskn-
ar konur, er ekki létu mikið yfir sér, en
voru að öðru leyti allra manna reif-
astar og viðræðubeztar. Þegar lengra
leið á kynnin, kom í Ijós, að þær voru
ekki allar þar, sem þær voru séðar.
Báðar voru næsta lífsreyndar. Önnur
hafði verið kristniboði í Afríku ásamt
manni sínum, sem látinn var. Hin var
dr. Aili Havas, einn hinna merkari
247