Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 10
kristniboSa, norrænna, á þessari öld,
enda kom og brátt í Ijós, hverrar virð-
ingar hún naut á þessu móti.
Að skilnaði var dr. Havas að því
spurð, hvort hún væri tilleiðanleg að
koma til íslands og kynna kristniboðs-
starfið í Israel, ef boð bærist. Hún
svaraði að bragði, kímileit eins og
hennar er háttur: „Hví ekki það?“ —
Snemma í nóvember kom hún svo.
Kristniboðssamband Islands og KFUM
kostuðu ferð hennar. Ekki voru bumb-
ur barðar né háreisti ger út af komu
hennar. Slíkt hefði henni sjálfri fallið
illa. Einu dagblaði var þó gefinn kost-
ur á að senda mann á fund hennar,
en hvernig sem á því stóð, varð þó
ekkert úr nema dauðaþögn. Aftur á
móti fór allmikið af dálkum sama
blaðs um þær mundir í að auglýsa og
kynna bók, sem kvað öldungis ekki
vera vinsamleg Gyðingum. En dr.
Havas lét sér fátt um finnast, enda
hafði hún í nógu öðru að snúast. Hún
fór héðan heimleiðis þann 1. desem-
ber s. I., og hafði þá flutt mál sitt
a. m. k. fjórtán sinnum á fundum og
samkomum í Reykjavík, Hafnarfirði, á
Akureyri og í Skálholti.
Dr. Aili Havas er enginn stórgripur
að vallarsýn, næsta smávaxin og smá-
fríð öll, en henni er líkt farið og öðr-
um, sem bornir voru til mikillar köllun-
ar. Hún er mikilla „sanda og sæva“,
í andanum. íslendingi kynni að þykja
hún áþekk síra Friðriki um margt.
Hæruhvít og helgar rúnir í ásjónunni,
augun ung og bjarmi í þeim, stund-
um kankvísi. Minnið þrotlaus sagna-
sjóður, ævin ólík öllum öðrum ævum,
Guð ætíð við hendina, enda skal hann
ráða ferðinni. Hið eina, sem kynni
248
að bresta og brestur raunar ætíð, er
næðið, tómið til þess að sitja og hlusta
og nema.
Það, sem sett verður hér á blöð, er
að mestu spjall hennar undir fjögur
augu daginn áður en hún kvaddi ís-
land, en sá dagur og það spjall voru
ekkert einsdæmi þann mánuð, sem
hún var hérlendis.
Verði þinn vilji
— Ekki veit ég, hvort þú kærir þi9
um að seðja forvitni mína um tildrög
þess, að þú varðst kristniboði? segit
hnýsinn.
— Já, það er nú svo, anzar Ail>
Havas. Það var þannig, að ég varð
stúdent 16 ára, og ég vissi ekki alls
kostar, hvaða námi ég skyldi snúa
mér að. Ég hafði haft mikinn áhuga
á stærðfræði og efnafræði. Ég hafði
leiðbeint bekkjarfélögum mínum 1
stærðfræði, og ég vissi, að allar stúlk-
urnar höfðu næstum óbeit á henni. Ég
hugði því, að ekki væri eftirsóknarvert
að fást við kennslu alla ævina. Ég
gat ekki annað gert en beðið Guð
að leiða mig. Eldri bróðir minn stúd-
eraði guðfræði, og hann stakk upP
á því, að ég skyldi fara að læra guð'
fræði. En mér fannst það nú ekki
vera neitt fyrir stúlkur. Þá bar svo
til, að gestir komu heim, og þeir fóru
að spyrja okkur systurnar, hvað við
ætluðumst fyrir. Systir mín, sem var
eldri en ég, varð stúdent sama ár-
ið. Hún gat svarað því umsvifalaust,
hvað hún vildi leggja stund á. í sömu
svifum kom bróðir minn og sagð1-
„Aili ætlar að fara að stúdera gu^'