Kirkjuritið - 01.12.1976, Qupperneq 12
Tvö penní, raunar þrjú
— Var sú bók ætluð þeim, sem
vildu verða kristniboðar?
— Fyrir þá, sem voru fúsir að ger-
ast kristniboðar, ef Guð vildi senda þá.
Eftir það var ég fullviss um, að Guð
ætlaði mér einhvern stað, en ekki vissi
ég hvar. Finnska Kristniboðsfélagið
rak kristniboð í Suður-Afriku meðal
svertingja og svo í Kína.
Þegar ég síðan kom heim til foreldra
minna, sagði ég móður minni frá
þessu. Hún sagði mér þá, að hún
hefði mikið hugsað um kristniboð,
þegar hún var ung stúlka, en síðan
giftist hún, og af þeirri hugsun varð
ekkert frekar. Ég átti þrjú systkin, sem
voru eldri en ég, og hún sagði mér,
að hún hefði einkum beðið þess, þegar
hún gekk með mig, að Guð vildi senda
annan hvorn eldri bræðra minna á
kristniboðsakurinn. En þessu hafði hún
aldrei sagt frá áður.
Foreldrar mínir voru bæði trúuð,
og nokkrir kristniboðar höfðu komið
á heimili okkar, því að þau buðu gjarna
heim ýmsum, sem orð fór af, að Guð
notaði til að vekja fólk. Var þá komið
á samkomum í skólanum.
Þess má geta hér til skýringar, að
faðir Ailiar var skólastjóri og móðir
hennar raunar kennari. En síðan hefur
hún orðið að nýju:
— Móðir mín starfaði einnig mikið
að kristinni boðun, m. a. í Kristilegu
félagi ungra kvenna. En ég á þó
ekki neinar sérstakar bernskuminn-
ingar frá heimsóknum kristniboðanna
eða frásögnum þeirra. En ég man, að
við vorum stundum að leika okkur á
vordögum í garðinum heima. Það var
250
leysing, og við bjuggum til læki, sem
féllu inn undir hliðarbyggingu. Þar
hugsuðum við okkur, að heiðingja-
landið væri. Síðan gerðum við okkur
litla báta og sendum þá með gjafif
okkar, sem ekki voru nú stórar, ti1
heiðingjanna.
Og Aili Havas hlær glatt.
— Ég man, að einu sinni átti ég
tvö finnsk penní, og þau sendi ég
þarna niður. Og síðan eignaðist ég eit*
penní í tilbót og hugsaði sem svo, að
því gæti ég nú kannski haldið. En við
nánari athugun taldi ég það ekki rétt,
því að Guði átti að gefa alit. Og Þe
fór það sömu leið.
Litla systir mín sagði bræðrum mín-
um frá þessu. Þá fóru þeir að athuga-
hvort vatnið kæmi nokkurs staðar út
undan húsinu. En þess sáust engin
merki. Þar eru aurarnir enn. Og Þeir
hlógu að mér, sem ætlaði að senda Þe
til heiðingjanna. — Og enn hlær Ail>*
því að hún er skemmtin og spaugsöm
í bezta máta. Hún segist ekki hafa
haft neinar efasemdir um það þá, að
aurarnir kæmust til heiðingjanna.
Hendur og fætur upp úr snjó
Hún fjölyrðir ekki þessu sinni urT1
bernsku sína að öðru leyti, minnis*
ekki á stríðið, frelsisstríðið, sem hófst
árið 1917, en breyttist brátt í hatramm3
og grimmilega borgarastyrjöld nriillj
hvítra og rauðra. Rússar börðust m®
þeim rauðu. Þá var hún fjórtán ára,
og vígvöllurinn var á næstu grösum-
Lengi var heimabær hennar í víg|in
unni. Hún vann á birgðastöð Þar