Kirkjuritið - 01.12.1976, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.12.1976, Qupperneq 14
— Ég hélt áfram náminu, segir Aili. Fyrst tók ég kandidatspróf í heimspeki og síðan embættispróf í guðfræði. Eitt ár milli prófa stundaði ég kennslu, en því næst gerðist ég fulltrúi kristilegu stúdentahreyfingarinnar. Og síðar fann ég, að það starf hafði verið mjög góður skóli til undirbúnings kristniboðsstarf- inu. Þar tók ég einnig þátt í störfum þess hóps, sem nefndur var Sjálfboða- sveit háskólamanna. Þar var mér falið að halda erindi um kristniboð meðal Araba og múhameðstrúarmanna, svo að ég kynntist því dálítið. Þegar ég hafði lokið námi, hugðist ég fyrst gerast kennari til þess að geta borgað námsskuldir mínar. Við vorum ekki kostuð til náms að heiman. Ég fékk kennarastöðu í verksmiðjubæ, og þar var allmargt kommúnista. Þar voru haldin námskeið fyrir verksmiðjufólkið, og var ég einnig beðin að halda erindi um sjálfvalið efni. Ég fjallaði um krist- inn dóm, hvað hann væri í raun og sannleika. Þegar ég hafði lokið erind- inu, bauð ég þeim, sem kynnu að hafa áhuga á að kynna sér Nýja testa- mentið, að hafa biblíulestra fyrir þá. Og nokkrar stúlkur kváðust hafa áhuga og vilja koma. Ég hafði tekið á leigu herbergi hjá presti einum. Ég spurði hann, hvort ég mætti koma með stúlkurnar þang- að. Hann eða öllu heldur kona hans svaraði: ,,Það kemur ekki til mála. Slíku fólki getum við ekki hleypt hér inn. Þetta eru allt kommúnistar.1' — Þetta var að sjálfsögðu eftir frelsis- stríðið, sem jafnframt var stríð gegn kommúnistum. Ég spurði þá, hvar ég mætti vera með þær, og prestur svar- aði: ,,Þú getur farið með þær í kirkj- 252 una.“ „Ekki er hægt að sitja í svona stórri kirkju með fólk, sem aldrei hef- ur sótt kirkju," anzaði ég. Hann sagði, að við mættum vera í skrúðhúsinu. Ég bað svo stúlkurnar að koma þangað á ákveðinni stundu, þar mundum við byrja lesturinn. i fyrsta skipti, sem ég fór þangað, kom enginn. Og næst þegar ég átti að halda erindi á námsskeiðinu, spurði ég svo stúlk- urnar, hvort þær hefðu ekki áhuga, — þar sem þær komu ekki. Þær svöruðu: „Víst höfum við áhuga, en við vorum feimnar að koma í fyrsta skipti. Og þetta er líka í kirkjunni. En nú kom- um við.“ i næsta skipti komu þær þó nokkr- ar og við byrjuðum að lesa í Nýja' testamentinu. Og þetta voru mjög góð- ar stúlkur. Þær voru svo heiðarlegar og einlægar í leit sinni. Það var gott að vera með þeim. Þær spurðu, og við ræddum saman. Oft gengum við sam- an um götur og röbbuðum. Ein þeirra var foringi í æskulýðsfélagi kommún- ista. Hún háði harða innri baráttu. Og einhvern daginn, þegar við vorum á göngu, komu á móti okkur forstjóraf úr verksmiðjunni, sem þær unnu '• Þegar stúlkurnar koma auga á Þa álengdar reyndu þær í flýti að tosa mér inn í hliðargötu. Ég spurði; „Hvers vegna?“ Þær svöruðu: „Þeir eru a® koma þarna.“ — „Já, og hvað um það?“ sagði ég. Og við héldum áfram til móts við þá. Þeir heilsuðu mér. En þegar þeir voru gengnir framhja> sögðu stúlkurnar við mig: „Jæja, kenn- ari, nú misstuð þér alveg mannorðið' úr því að þessir herrar sáu yður með okkur.“ Sú þessara stúlkna, sem var foring1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.