Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 15

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 15
^ann hefur yndi af lögmáli Drottins \ æskulýðsfélaginu, var seinna hneppt 1 fangelsi vegna skoðana sinna. Ég fór hennar í fangelsið. En svo hef ég h'tt hana síðar, eftir að ég kom al- k°min frá israel. Hún var ákaflega bitur út í lífið. ÉQ held, að samvistirnar við þessar kommúnistastúlkur hafi orðiS mér be2ti undirbúningsskólinn fyrir starfið 1 lsrael ásamt starfinu á vegum stúd- 6ntahreyfingarinnar. póstkort frá Helsingfors be9ar Aili Havas hafði greitt náms- 6 uldir sínar, fór hún á fund fram- vasmdastjóra kristniboðsfélagsins og ' kynnti honum, að nú væri hún reiðu- uin að halda af stað, ef þeir kysu. ann spurði, hvort hún hefði ein- hverjar óskir um, að fara á ákveðinn stað. Hún kvað nei við því, en sagðist þó þekkja einna bezt til kristniboðs meðal múhameðstrúarmanna vegna erindisins, sem hún hafði haldið. Hann sagði henni þá, að félagið starfaði ekki meðal múhameðstrúarmanna, en hins vegar vantaði mann til starfa meðal Gyðinga, og hann spurði, hvort hún væri fús að fara til Palestínu og starfa þar. Hún kvaðst fús að fara, hvert sem þeir kysu að senda hana. Stjórn kristniboðsfélagsins hélt síð- an fund, og var þar ákveðið, að hún skyldi send til Palestínu. Nokkru síðar fékk hún póstkort frá konu, sem var kennari í Helsingfors. Lýsti hún þar gleði sinni yfir tíðindunum, því að hún hafði þá all lengi safnað að sér hópi skólastúlkna til þess að biðja Guð þess, að hann gæfi Finnum kristni- boðsakur meðal Gyðinga. 253

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.