Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 18
irnir voru víst ekki góðir. Og þegar
rigndi, þá rigndi niður um þakið. Og
fröken Andersson sagði við mig: ,,Nú
er skrifað í Biblíunni um allt milli him-
ins og jarðar í þessu landi, en ekki
minnist ég þess, að þar standi neitt
um þak, sem ekki getur haldið vatni.“
— Þá sagði ég: „Ég held nú, að eitt-
hvað standi um þetta í Orðskviðunum.
Er ekki sagt, að þrasgjörn kona sé
eins og sífelldur þakleki í rigningar-
tíð?“ — Hlátur enn.
Aðstæðurnar voru frumstæðar. Aili
svaf í einhvers konar flugnaneti. Og
einn morguninn voru tveir sporðdrekar
í rúmi hjá henni og sá þriðji í glugg-
anum. Það þótti henni að vonum til um.
Hjá Hildu Andersson bjó Aili Havas
fyrsta mánuðinn, sem hún var í Palest-
ínu. Þar var þá um tíma og samtímis
henni annar finnskur kristniboði, Elna
Stenius, sem var í orlofi. Það leiðir
hugann að því, að Aili Havas var ekki
fyrsti Finninn, sem boðaði Gyðingum
kristna trú. Einhvern tíma á árum
nærri 1920 stundaði Aapeli Saarisalo,
finnskur guðfræðingur, fornleifarann-
sóknir í Palestínu, og árið 1924 sendi
finnska kristniboðsfélagið hann og
konu hans sem kristniboða til lands-
ins. Þau urðu þó brátt að snúa heim
aftur, því að líf og heilsa sonar þeirra
var í veði. En um þær mundir voru
nokkur tímamót í sögu landsins, því
að árið 1925 stofnuðu Gyðingar Hebr-
eska háskólann á Scopusfjalli við
Jerúsalem. Saarisalo varð síðar dr.
theol. og prófessor við Háskólann í
Helsingfors. Hann er nú orðinn aldrað-
ur maður og löngu kunnur um öll
Norðurlönd.
Elna Stenius hafði og lengi starfað
að kristniboði meðal Gyðinga, en ekki
á vegum finnska kristniboðsfélagsins,
heldur félags í Bretlandi, er nefndist
Hebrew-Christian Testimony to Israel-
Fyrst hafði hún staríað um áratug
meðal Gyðinga og Araba í Norð-
ur-Afríku, og þar hafði hún lært arab-
ísku og hebresku. Síðan hafði hún
starfað annan áratug í Frakklandi við
góðan orðstír og þann þriðja í Bret-
landi. Þegar fundum þeirra Ailiar og
hennar bar saman, var hún kristniboði
meðal Gyðinga í Líbanon og fékkst
einkum við að dreifa smáritum.
Og loks hafði finnska kristniboðs-
félagið svo sent djáknasystur til Haifð
árið 1931. Það var Ester Juvelíus-
Skyldi hún starfa þar á sjúkrahúsi í
samvinnu við kristniboða frá Bretlandi.
dr. Churcher og fleiri. Hún hafði áður
starfað meðal Gyðinga í Suðaustur-
Evrópu.
Stúderað í eySimörk
Þær Hilda Andersson og Elna Stenius
voru í hebreskutímum hjá kennaf0
einum, sem kominn var til israels t'1
að nema við Hebreska háskólann.
— Ég hugðist þá læra hjá honun1
einnig, segir Aili. Og ég byrjaði ny'
hebreskunám hjá honum og ætla^1
mér síðan að snúa mér að háskól
anum. Þessi kennari ráðlagði mér a
sækja fyrirlestra dr. Klausners, þvi
að
hann væri bezt að sér í hebresku a
prófessorunum. Þeir væru sumir slak,r
hebreskumenn, sagði hann.
— Nú hafðir þú lagt stund á óet>r^
esku heima í Finnlandi? Var ekki svo-
256