Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 31
orðinn þjóðkunnur maður hér heima,
'— jafnvel þjóðsagnapersóna, þegar
hann, kominn fast að sextugu, fluttist
vestur um haf 1894 með fjölskyldu
sína, — konu og fjölda barna, — 15
áttu þau, en eitthvað af þeim varð
eftir heima.------Svo sem kunnugt
er, var sr. Oddur frumkvöðull slysa-
varna hér á íslandi. Hann var prestur
a Stað í Grindavík um árabil. En jafn-
framt prestsstarfinu var hann á sí-
felldum ferðalögum víðs vegar um land
við að koma á fót bjargráðanefnd-
uni og flytja íyrirlestra fyrir sjómönn-
Urr>, til þess að glæða skilning þeirra
a nauðsyn slysavarna, — og kenna
Þeim, hvernig heppilegast væri að búa
Sl9 að heiman — og bregðast við á
heettunnar stund. — En aldrei missti
Þ_ann þó sjónar á trúboðshlutverki
sinu, — 0g Guðs orð flutti hann sjó-
^ennunum einnig, bæði í ræðu og riti.
"" Tímanleg og andleg velferð þeirra
Vai" hans hæsta hugsjón og hjartans
^^lgasta mál. — Baráttu sinni til
stuðnings og málstaðnum til eflingar
9at hann út um eins árs skeið mán-
aÖarritið Sæbjörgu, bjargráðablað fyrir
sjómenn, — árið 1892.
Þegar sr. Jón lýsti kynnum sínum af
Sr- Oddi hér heima, segir hann m. a.:
”^ann er maður, ,,sem hefir ómót-
^^slanlega sönnun í sínu eigin hjarta
yri>" hinu endurleysandi afli kristin-
ámsins og brennandi áhuga á því, að
ata þetta afl verða öðrum til blessun-
r' Þaö þykir sumum þar heima, að
Vlr>na hans fyrir bjargráðum í lífsháska,
Sem nú er orðin svo þjóðkunn og nær
lr svo margar sveitir, liggi fyrir utan
I estsembætti hans. En það er hrapa-
e9ur misskilningur. Sr. Oddur er í
þessu starfi greinilega kominn út á
líknarbraut kristindómsins.“ —
Eftir að sr. Oddur kom vestur um
haf, þjónaði hann í fyrstu söfnuðum í
Nýja íslandi. En auk þess ferðaðist
hann mjög víða, svo segja má, að
hann hafi flutt boðskapinn um nær
allar þær byggðir Vestur-íslendinga,
sem prestlausar voru. Hugrekki hans,
þrek og dugnaður á ferðalögum brást
honum ekki, þegar vestur kom, fremur
en hér heima á íslandi.
En löngunin til að hjálpa, — eirmig
í líkamlegri neyð, virðist hafa verið
séra Oddi eðlislæg ástríða, sem hann
gat ekki — og vildi ekki losa sig við.
— Á ferðum sínum — og í söfnuðum
sínum fór hann nú að leggja stund á
lækningar — fyrst með bæn og yfir-
lagning handa, — en síðar færðist
þessi starfsemi hans meira yfir á vett-
vang huglækninga og dáleiðslu. —
Þessi viðleitni sr. Odds mætti fljótlega
harðri gagnrýni innan kirkjufélagsins,
var talið, að þarna væri um ókristileg
,,dultrúarfyrirbrigði“ að ræða, —svoað
notað sé nýyrði alkunnugt, sem mikið
hefir verið hampað hér heima á þessu
ári. — Reynt var að fá sr. Odd til að
láta af þessari lækningastarfsemi, en
til þess var hann ófáanlegur, — taldi
sig vera að gegna heilagri köllun, sem
ætti á allan hátt fyllstu samleið með
boðun kristinnar trúar. Langt mál
þyrfti til þess að gera fulla grein fyrir
þessum árekstri milli sr. Odds og
kirkjufélagsins, — en þess er hér eng-
inn kostur.
Í framhaldi af honum sagði hann
sig úr kirkjufélaginu árið 1903, — og
starfaði upp frá því sem farandprest-
ur — á eigin vegum, auk þess sem
269